06 maí 2005

ímyndunarfyllerí

nei ég er ekki að tala um að ímynda sér að kona sé full...

heldur að fá sér of stóran skammt af ímyndunarafli:

þekkti einu sinni stelpu sem týndi sjálfri sér stundum
hitti t.d. strák sem henni fannst flottur
bjó til á hann karakter í hausnum á sér
bjó til karakter á sig í sínum haus sem hún hélt hann myndi fíla
lék hana
og hélt svo innilega að hún væri ástfangin (og hann líka) að hún upplifði allt sem því fylgir
þá meina ég:
hæðirnar (fólk sneri sér við þegar hún gekk fram hjá, því hamingjan bara geislaði af henni - eins og af ástföngnu fólki)
og lægðirnar ...þegar allt fór í vaskinn (buuuhuuuu osfrv.)
litli ruglukollur!

spurningin er hins vegar:
ef kona ímyndar á sig karakter myndu sumir segja að hún væri ekki hún sjálf
en ef hún er ekki hún sjálf, hver er hún þá?
hver er kona sjálf annað en sambland af meðfæddum og lærðum viðbrögðum og hugmyndum?
finnur kona sig þá ekki upp sjálf?

afhverju er ég að pæla í þessu?

hef nebblilega sjálf pínu tendens til að aðlaga mig að aðstæðum
t.d. er ég pínu ringluð yfir því að guttarnir úr vinnunni ætla að mæta á 8. stigs tónleikana mína, sem þýðir að þeir fá að sjá mig í allt öðrum karakter en í vinnunni
þýðir það að ég sé ekki ég sjálf í vinnunni?
eða ekki ég sjálf í skólanum? jú, ef ég er einhvers staðar ég þá er það í tónlistinni. ég veit það, því hvergi líður mér jafn vel...
en en...
í morgun á leiðinni í vinnuna, þegar ég var að setja mig í gírinn, þá flaug inn í hausinn á mér að ég væri að fara að leika mömmu í vinnugírnum. vátsj! er ég virkilega farin að líkjast henni!
en hún er nú líka allt öðruvísi heima en í vinnunni...
eru þá ekki bara allir svona?

minnir að í félagsfræði 103 hafi ég lesið eitthvað um svona.
hlutverk, minnir mig að þetta væri kallað
og að börn yrðu ringluð þegar t.d. frænka þeirra kæmi í heimsókn á leikskólann
einhver sem tilheyrir ekki því umhverfi heldur öðru umhverfi sem þau þekktu líka

og hvað gerist ef ég fer allt í einu í vinnukarakterinn á tónleikunum?

bleah! þvílíkt rugl!
ég er farin að hugsa í hringi...

best að spyrja út í tómið:
eruð þið eins heima hjá ykkur og í skólanum/vinnunni/kórnum/boltanum osfrv ?

2 ummæli:

  1. Held að allir séu ímyndunarveikir, en sumir vita af því aðrir ekki.
    Veit ekki hvort er betra.

    ds

    SvaraEyða
  2. Nei alls ekki eins - fólkið í vinnunni minni og í háskólanum hér áður fyrr heldur að ég sé miklu saklausari en ég er heima... :O) En það snýst samt held ég meira um að ég renni lásnum fyrir rifuna þegar mig langar að segja eða ýja að einhverju í vinnunni sem ekki kannski passar alveg við ímyndina heldur en að ég skipti alveg um gír...

    kv. Hófí

    SvaraEyða