08 ágúst 2005

ógeð

vaknaði á miðvikudaginn og gat varla kyngt
íllt í hálsinum
lá heima
horfði á meiri Smallville og las 8 nýjustu Ultimate Spiderman eftir Bendis (Bendis er bestur (og kannski Miller líka))
Peter hætti með MJ af því að hann var svo hræddur um að hún myndi deyja hans vegna
(já, einmitt, alveg eins og sumir...)

vaknaði á fimmtudagsmorguninn þegar mamma hringdi og ég gat varla talað
ennþá íllt í hálsinum
hékk heima
imbaðist á netinu
leiddist mest

föstudagur
ennþá veik
ógeðið samt farið að færast upp í nefið með tilheyrandi snýtingum :|
sem betur fer kom meðleigjandi minn heim úr sumarfríi með bók fulla af Su Doku þrautum svo ég hafði loksins eitthvað til að stytta mér stundir
mæli með Su Doku fyrir alla nörda sem leiðist :)

laugardagur
skutlaði storebror og Önnu 3 á flugvöllinn
svaf það sem eftir var dagsins
sumsé ennþá veik

sunnudagur
aðeins hressari
dívurnar komu í brunch og við óperunörduðumst langt fram eftir degi
alveg yndislegt hvað þær hafa gríðarlegan áhuga á óperum og eru duglegar að hlusta
við vorum sumsé að deila tónlist hver með annarri og hlusta á gamlar og nýjar stjörnur túlka uppáhalds aríurnar okkar - stundum með tilheyrandi "æj NEI! af hverju gerði hún ÞETTA!"
alveg dásamlegt
af hverju?
jú, þótt undarlegt megi virðast, þá eru bara alls ekki svo margir nemendur Söngskólans sem nenna að hlusta á óperur eða aðra klassíska tónlist
en dívurnar mínar hafa svo brennandi áhuga á því sem þær eru að gera að það er unun að fylgjast með þeim :)

svo þegar þær fóru, og ég var búin að kveðja Hulduna mína *grenj* (sem komst inní master í óperusöng í háskóla í Princeton í BNA! húrra fyrir henni!), þá var ég svo búin á því að ég þurfti að neita mér um að leggja mig með valdi - í þeim tilgangi að ég ætlaði að fara snemma að sofa til að geta mætt í vinnuna...
það eina sem dugði var að horfa á síðustu 3 þættina af Lost og GARG! svona bara má ekki!
leið svo illa eftir þennan hræðilega endi að ég gat bara alls sofnað heldur lá andvaka og hugsaði um börnin mín 5 sem hafa verið tekin og er verið að taka frá mér

í morgun
var SVO erfitt að vakna við klukkuna
áttaði mig smátt og smátt á því að ég er ENNÞÁ lasin :(
staulaðist útí apótek og keypti einhverja norska brjóstdropa
mamma vildi að ég keypti þá á fimmtudaginn en ég þrjóskaðist við
ekki mikið fyrir að úða í mig lyfjum ef ég kemst hjá því :S

og þvílíkt ógeð!
25% alkóhól og eftir eina skeið leið mér eins og ég væri ofurölvi
var nógu slöpp fyrir :S

í dag verða það fleiri Su Doku þrautir og kannski kona grafi eitthvað uppúr dvd safninu sem kona hefur ekki séð í mörg ár
svo á ég líka eftir að lesa öll Ultimate X-men frá upphafi - sem ég held að séu líka eftir snillinginn hann Bendis...

3 ummæli:

  1. Úff já - þetta var sko almennilegur endir ef framleiðandinn vill að allir nagi neglurnar neglurnar upp í kjúku á meðan þeir bíða eftir næstu seríu!!

    Meðan þú bíður (og fyrst þú ert heima að imbast á netinu hvort eð er :0) ) geturðu kíkt á þessa Lost síðu og sökkt þér í spjallið og kenningarnar hér. Svo er síða Oceanic Air flugfélagsins líka ágætis afþreying :0)

    Knús, og láttu þér batna sætust
    Hófí

    SvaraEyða
  2. Láttu þér batna og þangað til þá gæti þetta vakið áhuga þinn http://websudoku.com/

    SvaraEyða
  3. Vá! takk! þið eruð frábærar!
    nú hef ég nóg að gera :)

    SvaraEyða