07 júní 2005

Upptaka handa ykkur - loksins!

jæja, þið hljótið að vera komin með algjört ógeð á öllu mínu röfli um Dagurinn líður

ég bara get ekki hætt að vera í sæluvímu yfir því!
þetta hef ég nefnilega aldrei upplifað áður

hef alltaf verið með hausinn fullan af alls konar vitleysu, bæði tónlist, sögum og plönum

plönin ganga auðvitað aldrei eftir
sögurnar eru bara rugl
og tónlistinni hef ég ekki getað náð almennilega út
fyrr en núna

og núna
í fyrsta skipti
er raunveruleikinn svo miklu æðislegri en ímyndunin gat gert sér í hugarlund!

því halló! hvaða tónverk er jafn flott í hausnum á manni eins og það er í alvöru flutningi alvöru tónlistarfólks!!!

*andvarpandvarpandvarpandvarp*

og hún Dóra yndið mitt gerði þetta svo vel!
og nú getið þið fengið að heyra!

hér (á mp3 formi)

með góðfúslegu leyfi Dórunnar minnar *knús og kossar* sætust!

p.s. ef þið misstuð af því hér að neðan, þá er ljóðið eftir Tómas Guðmundsson, úr ljóðabókinni Við sundin blá eða á blaðsíðu 80 í stóru Tómasarbókinni (sem þú átt t.d. storesös)

1 ummæli:

  1. ég hlustaði nokkrum sinnum á lagið og mér líkaði mjög vel; flott hjá ykkur. congrats !

    SvaraEyða