22 apríl 2005

Dagurinn sem heltekur

ætli þetta muni gerast í hvert einasta skipti sem ég sem nýtt lag?
ég meina,
það er svo lítið mál að finna laglínuna
hún bara kemur
eins og ekkert sé
svo framarlega sem ljóðið grípi mig þá myndast stemningin bara og lagið verður til
og þökk sé tónheyrnarþjálfuninni kemst það fljótt og nokkuð örugglega á blað...

en undirleikurinn: þvílíkur höfuðvekur!!!

og ég fyllist efasemdum
um að ég geti nokkuð
hafi nokkuð að gera í tónskáldið...

það er ekki vegna þess að undirleikurinn neiti að verða til
- hann fæðist yfirleitt fljótlega á eftir laglínunni, ef ekki um leið -
þ.e. ekki nóturnar
heldur tilfinninginn
tilfinningin sem ég veit að hann á að skapa
bragðið að honum
vandamálið er að hann býr í hjartanu á mér
og að koma honum úr hjartanu yfir í heilann: það þarf að gerast í gegnum hendurnar!

og þær greyin eru bara alls ekki nógu klárar á píanó :S

og ég get ekkert stjórnað því hvernig hann verður
eða reynt að glamra eitthvað annað sem er auðveldara
því það er alls ekki ég sem sem hann
hann bara verður til
einhvers staðar í undirmeðvitundinni
tekur af mér völdin

svo ég sit og sit og glamra og prufa
en ekkert hljómar eins og hjartað mitt veit að það á að hljóma
og ég engist
í vikur...

*andvarp*

en svo loksins
einhvern daginn
kannski þegar ég kemst í almennilegt píanó...
þá finn ég hann
og hann heltekur mig

í þetta skiptið er það "Dagurinn líður"
5 erindi eftir Tómas!
það flóknasta sem ég hef samið hingað til...

og ég fann hann í gær!

sumargjöfin mín!

***********ljóm*************

Engin ummæli:

Skrifa ummæli