í Ísrael var maður með gul augu
það var óhugnalegt, og þar af leiðandi treysti ég honum ekki
hann var þjálfari og sundvörður
einn góðan veðurdag, þegar ég hafði ákveðið að skella mér til sunds (yfirleitt lágum við sjálfboðaliðarnir bara við sundlaugina flestalla eftirmiðdaga án þess að hreyfa okkur) og taka nokkur vel valin skriðsundstök, þá kom hann til mín við bakkann
"Þú erfiðar allt of mikið! Þetta þarf ekki að vera svona mikið mál!"
"ha? hvað meinarðu?"
"Þú syndir á móti sjálfri þér!"
og vátsj hvað ég varð móðguð!
þessi guleygði ótraustvekjandi vöðvabolti var að segja mér til í skriðsundi
mér sem æfði sund með Ármanni (já, einmitt í heila 3 mánuði 5 árum áður)
þvílík karlremba!
hehehe...
ahemm
en þó ég gæti auðvitað ekki viðurkennt það fyrir honum, þá fór ég samt að pæla í þessu
auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, ég buslaði eins og algjör hálfviti þegar ég synti skriðsund (og kannski var það þess vegna sem það leið næstum yfir mig á þessu eina sundmóti sem ég keppti á '91)
um haustið, þegar ég var komin heim, þá fór ég að prófa mig áfram með að taka minna á, og njóta þess frekar að synda skriðsund, og viti menn: ég fór miklu hraðar!
auk þess var það töluvert skemmtilegra, og ég var aldrei lengur næstum drukknuð...
einhver punktur?
jú, ég held að þetta sé ágætis pæling fyrir krilljón aðra hluti í tilverunni :)
tökum t.d. líf í stórborg
þar er alltaf nóg af fólki sem er alveg að drukkna og tekur allt of mikið á
fólki sem líður ekki vel og finnst alls ekkert skemmtilegt að synda skriðsund, þó það myndi aldrei viðurkenna það...
fólki sem syndir á móti sjálfu sér
reynir of mikið og skilur ekki af hverju þeim miðar svona hægt
á meðan aðrir bara slaka á og gera hlutina eðlilega og án áreynslu og líða einhvern veginn fram úr buslukollunum
og fólk sem ofhugsar alla skapaða hluti...
og fólk sem reynir svo mikið að syngja að það vinnur á móti tónlistinni...
úff og ég þekkti einu sinni mann sem skrifaði alltaf svo geðveikt kúl og sniðugan kóða að hann virkaði aldrei...
jamms, best að passa sig að synda ekki of mikið á móti sjálfri sér :)
:D
en að synda á móti straumnum, það er allt annar handleggur! kona verður örugglega alveg súpersterk af því ;)
13 febrúar 2005
að synda á móti sjálfri sér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli