02 febrúar 2005

skrímslið

hmmm sko

ég held ég hafi fjarlægt skrímslisbloggið frá því í haust
af því að einhver kjánaprik héldu að ég væri ólett
glætan!!!

smá leiðbeiningar í dagbjörtísku:
fóstur myndu aldrei nokkurn tímann kallast skrímsli, jafnvel þó þau væru slys. fóstur myndu heita fiðrildi eða kríli eða pínufólk eða agnaragnir eða eitthvað álíka knúsilegt.

skrímsli eru ljótir og leiðinlegir aðskotahlutir, eins og t.d. ógeðið í alien
mitt skrímsli er reyndar alls ekkert hræðilegt né hættulegt
það er einfaldlega egg með mikilmennskubrjálæði - sem mér skilst að sé mjög algengt meðal barnlausra kvenna :S
það getur hins vegar valdið alveg hreint ferlegum sársauka - þekkti eina þar sem það sprakk!!! ouch!
það er sumsé alveg bókstaflega verið að refsa mér fyrir að vera ekki búin að sinna skyldu minni við mannkynið...

en allvega
þetta vandræðaskrímsli er búið að vera þarna síðan í haust og neitar að fara, þó við séum búin að reyna að eitra fyrir því og alles. þess vegna verður að stinga á mig göt og stúta því. og þá verð ég eins og nýsleginn túskildingur :)

og hananú!

:D


p.s. ég kalla reyndar stundum konið mitt líka skrímsli, en það er af því að hún getur verið alveg stórhættuleg...

p.p.s. en það er ekki konið mitt sem er inní mér

p.p.p.s. og ætli ég verið ekki að hætta að kalla hana konið mitt, því hún er farin frá mér...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli