10 apríl 2005

mæli með

tveimur myndum sem ég sá í síðustu viku

sú fyrri er íslenska gamanmyndin "Dís", sem ég, nafnsins vegna, hafði verið treg til að sjá. það var auðvitað ekkert nema barnalegur kjánaskapur, en þær skólasystur mínar sem eiga heiðurinn að henni, hafa fengið nafnið á nákvæmlega sama stað og ég, nefnilega úr Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur.
en um myndina:
fyndin, skemmtileg og vel leikin. pínu svona norðurkjallarabragð að henni sem birtist í töluverðum fordómum gagnvart úthverfa"rottum" (matgarðspakki) á kafi í lífsgæðakapphlaupinu. En það er allt til gamans gert, og boðskapurinn góður.
best:
hvernig þær taka útlenska karlmenn og hakka þá í spað!!!

þá seinni fékk ég að sjá í stóra salnum í háskólabíó á föstudagskvöldið
sú heitir "Motorcycle diaries" og er hreint frábær vegamynd
etv. er það vegna þess að hún er byggð á raunverulegum dagbókum

það er kannski eins gott að draumaprinsalistinn er dottinn uppfyrir, því annars væri hinn hjartastóri Ernesto "Che" Guevara - kallaður Fuso í myndinni - líklega á leiðinni inná hann.
Allavega ef ég væri 17 ;)

þessi mynd lýsir því hvernig hann breytist úr saklausum og hjartahreinum læknanema í reiðan ungan mann með hugsjón. sýnir hvernig augu hans opnast fyrir þjáningu almúgans. og hvernig hann átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. sumsé alls ekki um byltinguna. Fyndin, skemmtileg, áhrifamikil, hjartahlý og með hreint frábæra myndatöku. best að sjá þessa á stóru tjaldi ;)

annras sorglegt hvernig fólk með fallega hugsjón heldur að besta leiðin til að gera hana að veruleika sé að drepa þá sem eru ósammála...
ekki að ég viti neitt mikið um Suður-Ameríku (merkilegt hvernig stórum hluta heimsins var sleppt úr sögunni sem maður var látinn læra í skóla), en er ekki annars ástandið þarna ennþá svona slæmt?
eru ekki ennþá hinir ríku að kúga þá fátæku?
og er það Bandaríkjunum að "þakka" að byltingin tókst ekki?
nei ég bara spyr, því samkvæmt eftirmála myndarinnar
þá voru það þeir sem drápu Fuso...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli