07 júlí 2005

elsku bestu tjallarnir

mig langar bara til að dáðst að því hvað bretar virðast bregðast yfirvegað við árásunum.
etv. sýnir það hvað þeir eru jarðtengdir blessaðir
vissu að þeir máttu eiga von á þessu
að enginn er ódauðlegur
engin heimur óbreytanlegur

ég á ekki við að þetta fái ekki á þá
þeir virðast bara ekki vera með neina svona móðursýki
og vá hvað björgunaraðgerðirnar virkuðu vel skipulagðar

á meðan sífellt versnandi íslenskir fjölmiðlar kepptust við sína æsifréttamennsku sagði fólkið á staðnum rólega frá
"það er allt í lagi með mig!" sagði sótug ung kona með blóðtauma rennandi niður lappirnar, "það er fólk ennþá inni sem er miklu verr sett"
"við biðum í vagninum í 20 mínútur og hjálpuðumst að við að róa hvert annað" sagði maður úr einni lestinni
jamm, æðruleysi

þessir heilþvegnu sauðir hans Ósóma hafa ekki einu sinni komist nálægt því að hafa varanleg áhrif á breskt þjóðlíf og þjóðarsál

bretar eru yndislegir

allar góðar vættir veri með þeim

1 ummæli:

  1. Já það verður að segjast að bretar mega sko eiga það að taka vel á málunum í þessari aðstöðu.

    SvaraEyða