28 apríl 2005

úúúúúúúbbbbbbs!

æjæjæjæjæjæjæj!!!

ég er á síðustu metrunum!
eftir morgundaginn er venjulegur skóli búinn
bara prófið og tónleikarnir eftir (muna muna 17. maí!!!)

þarf bara að halda út sjálfsaga í 3 vikur í viðbót
vera sterk...

og hvað geri ég svo núna rétt áðan????

HVAÐ GERI ÉG????

þurfti aðeins að skreppa á amazon til að sinna nauðsynlegum verslunarmálum (sumt bara fæst ekki á Íslandi...)
en þurfti, í leiðinni, ENDILEGA að fara að skoða...

bækur

já sem væri svo sem allt í lagi,
nema hvað ég datt niður á bækur eftir Guy Gavriel Kay
sem eru historic fantasy bækur - byggðar á mikilli heimildavinnu
mjög ídettilegar
Kay þessi, hann skrifaði trílógíu (Fionavar Tapestry) sem ég las fyrir mörgum mörgum árum (10+)
uh, las er kannski ekki alveg rétta orðið
DRAKK Í MIG
er nær sannleikanum
þær voru (ásamt Elísu og mjög svo fallegum fjólubláum skóm) kveikjan að trílógíunni minni (Magic of Purple) !!!
so now you know!

nema hvað,
mín fór að lesa umsagnirnar á amazon, og þessar nýju bækur hans ku vera töluvert betri en þær sem ég svolgraði í mig 17 ára

svo mig, bóksveltri stúlkukind, fór að langa
allískyggilega
að detta inní annan heim
bara smá...
(það er svo langt að bíða til 16. júlí - verð að fá upphitun!)

svo leit ég upp
í hilluna yfir skrifborðinu mínu
og sá þessar tvær bækur
þar

ég á þær
þær eru hérna
keypti þær fyrir nokkrum árum á bókafylleríi í Montreal, en komst aldrei yfir að lesa helminginn af því sem ég keypti
gleymdust hálfpartinn
og bíða betri tíma

sem er ekki í dag
ekki á morgun

...anda inn
anda út

segja við sjálfa sig:

"þú æltar EKKI að byrja að lesa TVO ævintýra-doðranta rétt fyrir próf!!!
þú mátt BARA lesa teiknimyndasögur og alvarlegar bókmenntir fram yfir 17. maí
ferð snemma að sofa
vaknar snemma
ferð í sund og pilates
borðar ekki nammi (ís leyfilegur á sunnudag)
drekkur ekki áfenga drykki (þó þú sért í partýum næstu tvö kvöld)

engin ævintýri!

í hamingjunnar bænum! raunveruleikinn þinn er súper-spennandi, þú þarft ekki að fara á eitthvað tilvistarflakk!

sökktu þér frekar í Dagurinn líður og hættu þessari vitleysu!

og hananú!"

muh!

allur móralskur stuðningur vel þeginn....

góða nótt

p.s. er að syngja með kórnum á synfó tónleikum annað kvöld. Berlioz - Fordæming Fausts. Mæli meððí!

2 ummæli:

  1. Það er alveg rétt hjá þér - þú lifir ótrúlega spennandi lífi og getur alveg beðið með þessar tvær - hvernig væri bara að ímynda sér eitt augnablik að þú værir að lesa um frábæra kvenpersónu - sterka, flotta, sjálfstæða... Allt sem þú dáir í bókunum... sem væri að gera ótrúlega spennandi hluti, sem hana hafði dreymt um að gera í mörg ár! Syngja, semja... og hefðir bara náð að sökkva þér svo djúpt í bókina að þér fyndist þú bara vera *að upplifa hana*... :O)

    :o* Hófí

    SvaraEyða
  2. smá leiðrétting:
    ég man núna af hverju þessar bækur eru ólesnar uppí hillu. ég hélt að þær væru fyrstu 2 af þremur og var alltaf að bíða eftir að 3. kæmi út. en svo komst ég að því þarna að þessar 2 eru it.
    sumsé treysti mér ekki í einhvern margra ára cliffhanger. nógu slæmt voru nú árin 3 eftir HP GOF ;)

    annars eru núna 76 dagar...

    SvaraEyða