mánudagur:
útskolun
ég vil sem minnst segja um þetta annað en að ég er heimsmeistari í ógeðsdrykkju
enginn, enginn! getur sigrað mig
ég drakk 3 lítra af "sápu" á 3 klukkutímum
þvílíkur viðbjóður
"auka"verkanirnar voru bara hlægilegar miðað við bragðið
ojbara
og svo mátti ég ekkert borða, ekki einu sinni ís!
bara drekka
bleah
fór mjög svöng að sofa
þriðjudagur:
á leiðinni uppá skurðstofu:
"komdu sæl ég heiti ... hver er kennitalan þín?"
"090977..."
"komdu sæl ég heiti ... hver er kennitalan þín?"
"0909..."
"hérna settu á þig þessa húfu"
á skurðarborðinu:
konur
hlýjar konur
skurðhjúkrunarfræðingar
svæfingahjúkrunarfræðingar
læknar
"jæja, þú ákvaðst að mæta!"
allt konur
ein strauk á mér hendina á meðan önnur leitaði að æð á hinni
"þú ert bara með títlur"
neyddist til að setja í mig barnanál
bara fyndið
hlýjar konur
svo kom karl og sagði:
"þú finnur fyrir smá sting í handleggnum"
AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHH
veit ekki alveg hvernig ég fór að því að rífa ekki til mín handlegginn og æpa ekki eftir því sem verkurinn færðist ofar og varð óbærilegri
skiptir svo sem ekki máli
svo var allt svart
klukkan var 8:15
vöknun:
einhver að tala
tvær konur
soldið frá
klukkan á veggnum
rúmlega 11
af hverju var ég svona lengi?
smá myrkur aftur
einhver að gráta við hliðina á mér
annar sjúklingur
missti...
lít niður á mig
allt á sínum stað
enginn skurður
bara 4 lítil göt
blóðþrýstingsmælirinn kremur á mér handlegginn með reglulegu millibili
smá myrkur aftur
einhver að tala um botnlanga
"hvenær kom ég hingað?"
"hálf ellefu"
af hverju var ég svona lengi?
hmmm, fyrst ég þarf að liggja þarna hálf útúr heiminum þá borgar sig að nota tímann og æfa sig í tónheyrn
"fyrirgefðu, geturðu nefnt mér lag, bara eitthvað lag?"
"ha? viltu hlusta á tónlist?"
"nei, þarf bara nafn á lagi. svo greini ég það í hausnum á mér"
"uh... kannski bara eitthvað með Ragnheiði Gröndal"
"takk"
meira myrkur á meðan "sólin brennir nóttina" rennur í gegnum hausinn á mér
solfa nöfnin neita að koma
pípípípípípípíp....
einhver kemur hlaupandi
pípíð hættir
"ertu dugleg í ræktinni?"
"afhverju spyrðu?"
"þú er með svo hægan púls! kannski ertu bara svona afslöppuð!"
úje! ég er afslöppuð!
þú ert athvarf mitt bla bla bla fyrir og eftir sólarlag...
pípípípípípíp....
kemur aftur hlaupandi
það er aldeilis að ég er róleg! púlsinn minn er svo hægur að mælarnir halda að ég sé að "krasssa" tíhí!
á deildinni:
mamma í móðu
"af hverju var ég svona lengi! viltu spurja! get ekki beðið!"
slæmar fréttir
grátur
"ég er hálf kona"
sussusssusssusss
"ég trúi þessu ekki"
susssussussussusss
"viltu hlusta á tónlist?"
"já Arvo Pärt!"
Cantata í minningu Brittens
mamma farin í vinnuna
svo Kråkevik
svo Elsa Sigfúss
Mozart Requiem var bara of
hvenær kemur læknirinn?
hvað er klukkan?
hvað er klukkan?
svo kom læknirinn
"nei nei nei, tókum bara botnlangann, þess vegna tók þetta svona langan tíma"
"ó" :)
rangar fréttir
ég er heil kona
en ekki allar konurnar sem liggja í kringum mig
kannski pínu ljótt að vera Pollýanna, en hvernig er annað hægt?
ég vildi bara fara heim
og borða
en nei
enginn matur strax og engin heimferð strax...
miðvikudagur:
vaknaði allt of snemma
það er SVO leiðinlegt að liggja á spítala
alveg jafn leiðinlegt og síðast (fyrir 23 árum)
best að segja sem minnst um það
fékk allavega loksins að borða
og svo LOKSINS eftir hádegi að fara heim
halelúja
annars er alveg merkilegt með kviðvöðvana, að maður barasta notar þá í allt
standa upp
setjast upp
setjast niður
leggjast
velta sér
fattar það þegar maður er með 4 göt á maganum
sem eru að gróa...
11 febrúar 2005
spítalalíf - eða eitthvað þannig
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli