31 maí 2005

frííííííííííííííííííík!

vátsj hvað það hefur verið erfitt að einbeita sér í vinnunni í dag!
það komast nebblilega engar hugsanir að í hausnum á mér
hann er svo stútfullur af tónlist

var að taka upp til að verða 3 í nótt
byrjaði um leið og ég kom heim, þ.e. eftir að ég hafði stungið frosinni pízzu í ofninn

ég er núna orðin einbúi, sambó er fluttur heim til Færeyja :(

það byrjaði líka svona glæsilega:

konið mitt hringdi í mig klukkan hálf tíu og ég ráfaði um íbúðina í hálfgerðri maníu á meðan ég lýsti ástandinu fyrir henni
tónlist tónlist og meiri tónlist
svo var ég komin inní eldhús og fann einhvern voða hita leggja frá eldavélinni :þ
þá var sumsé pízzan búin að vera í ofninum í 2 og hálfan tíma
ég hef nefnilega svo lélegt lyktarskyn
og hausinn á mér var týndur í tónlist

hún var svona líka skemmtilegur kolsvartur hálfmáni
þar fór kvöldmaturinn :(

jæja, svo hélt ég sumsé áfram til 3 í morgun þegar mér tókst með einhverjum undraverðum hætti að tæma höfuðið nóg til að sofna
vaknaði samt eins og skot klukkan rúmlega níu
þurfti að vesenast
og vesenast
bleah

þegar ég kom loksins í vinnuna rúmlega 13, þá tók það mig heila eilífð að ná mér nógu mikið niður til að geta gert eitthvað af viti
hvernig er hægt að koma skipulagðri kóðahugsun í haus sem býr til meiri hávaða en 7 útvarpsstöðvar á fullu?
það sem virkaði loksins var að skella Absolution (með Muse) í eyrun á fullu blasti
þá róaðist ég
hversu bizarre er það?

kannski Matt sé Mozart rokksins :þ

ha? hafiði ekki heyrt að Mozart eigi að hjálpa manni að einbeita sér? Hann er svo súper-strúktúraður að hann hjálpar heilanum að skipuleggja sig

úje


á morgun tekur hversdagsleikinn við!
hvernig ætli hann sé?
kvíði honum nú pínu :S

frííííííííííííííííííík

eða sko
ég er nú með eitthvað af ljóðum í bakhöndinn til að semja við í sumar
svo er ég líka að flytja
og kannski ég opni nokkra bækur!

víííííííííí

hversdagsleikinn
skal aldrei
inn fyrir mínar
dyr
koma

en mig vantar fólk :(

meðleigjandi óskast
í stóra íbúð í hlíðunum
má ekki vera sjónvarpsfíkill
píanó verður á staðnum
og tölva til eigin nota
má endilega vera eitthvað í tónlist
en ekki dópi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli