12 september 2006

Danir rokka ekki

jæja
ég hef nú ekkert bloggað nema góða hluti um vini mína Dani
er ekki kominn tími á að gera pínu grín að þeim?

bara smá

Var að koma úr sumarbústað með allri fjölskyldunni hér á Sjálandi
héldum uppá 60 ára afmælið hans pabba með samveru, góðum mat, söng og gleði

nema hvað
í herberginu okkar Andrésar, var hálfur ljósabekkur hangandi yfir öðru rúminu!!!

jamms
þeir eru ekki alveg sjálfum sér samkvæmir þessir blessuðu Danir
á meðan þeir eru meðal fremstu þjóða í að banna illa með farin matvæli og eitur og ógeð úr matvörubúðunum sínum, þá hefur "ljósabekkir-eru-hættulegir-og-sólarljósið-líka" boðskapurinn bara alls ekki borist á þeirra strendur. nei ekki frekar en "reykingar-drepa" boðskapurinn

á meðan hver sólbaðstofan á fætur annarri heima á Fróni keppist við að skipta út ljósabekkjum fyrir úðaklefa (eða loka ellegar sjoppunni), er hér allt krökkt af sólbaðsstofum og konum sem greinilega sækja þær hættulega mikið. (Hef líka hvergi séð brúnkukrem í Matas...)

danskar konur eru líka alveg hreint ótrúlega krumpaðar í framan tiltölulega ungar, líka þær sem ekki reykja, og held ég næst að kenna þessari ótæpilegu sólardýrkun þar um

já þeir Danir sem ná ekki að drepa sig á reykingum né skorpulifur, hljóta bara að deyja úr húðkrabbameini...

en ætli sé ekki bara best að líta á björtu hliðarnar
ef Andrés ákveður að yngja upp eftir 15 ár eða svo, þá hef ég ótvírætt og ókrumpað forskot á endurvinnslumarkaðnum ;)

en ég er auðvitað þvílíkt ómóðins hérna svona hvít og hmmm... slétt? og að maður tali nú ekki um klæðaburðinn...

gallabuxur, svartir strigaskór, svartur þröngur rokkbolur, svartur leðurjakki, svört sólgleraugu, svartur ipod með svörtum heyrnatólum og rautt gaddaúr

nei Danir eru súper-metró
sem er svosem stundum gott (hreinni karlmenn :þ)

en
þeir
bara

rokka ekki

neitt

þeir hlusta á ...
nauðgararapp
popp (já líka "karlmenn")

og eitthvað samsull bara
sem er ekki
rokk

það er ekki ein einasta útvarpsstöð sem spilar svo mikið sem gamalt og gott
hvað þá nýtt og frumlegt
rokk

þarf að gera könnun hérna á skrifstofunni bráðum (þeir hafa oftast kveikt á einhverri samsullsútvarpsstöð sem spilar allt frá Bylgju sulli uppí KissFM tónlist þannig að ég þarf að hafa heyrnartólin á allan daginn) og tékka á því hvort þessir 30+ karlar hafi heyrt um Jeff Buckley, Radiohead eða Queens of the Stone Age
eða bara Nirvana eða Pixies

oj er ég orðin ógó tónlistarsnobb vibbi eða hvað?

:Dagbjört rokkdís

p.s. ætla samt að kaupa mér pínu kvenleg stígvél bráðum

p.p.s. er búin að vera með ipodinn minn á shuffle síðustu daga - æðisleg blanda af Jeff Buckley, David Bowie, Dikta, Arvo Pärt, Dvorak, the Who, Live, rokkuðu Bítlunum (henti öllu poppinu þeirra út), Rolling Stones, Porcupine Tree, óperu, Emiliönu og nokkrum fleirum. Það eina sem ég fíla ekki í botn er Enya (sem hefur þróast neitt í 10 ár), en hún er nú bara þarna til að sofa við í flugferðum.
Það besta er að ég hef ekki ennþá heyrt sama lagið 2svar, enda með 50 klst af tónlist til að shuffla :D

1 ummæli: