jeij!
byrjaði í körfubolta í gær
karfa fyrir byrjendur
80 mínútur einu sinni í viku
bara stelpur
nema auðvitað þjálfarinn
sem er þvílíkt myndó ;)
þetta var alveg ferlega gaman
æðislegt hvað allir voru líka lélegir
gerðum fyrst æfingar til að æfa okkur í að skjóta og drippla og kasta á milli
svo fengum við að spila
vá hvað ég tók mikið á
og vá hvað tíminn flaug
í dag er ég eins og gömul kona, veina næstum því í hverju skrefi :D
æðislegt að geta tekið svona á og skemmt sér á sama tíma
svo er þetta fín leið til að kynnast fólki og æfa dönskuna
þjálfarinn má auðvitað ekki tala við mig íslensku fyrr en eftir æfingu :þ
(var ég búin að koma því að hvað hann er sætur?)
hjólaði heim með stórt bros á vör í gærkvöldi
en í dag gat ég ekki einu sinni hjólað í vinnuna :þ
gleði :D
:Dagbjört körfudís sem er skotin í þjálfaranum sínum
20 september 2006
karfa 101
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
bwahahahhha.....gott hjá þér stelpa að skella þér í körfó hjá myndó kæró :) Gaman að heyra að þú hefur það æðislegt og ég vona að það haldi þannig áfram. Sakna þín heilmikið! Komið þið skötuhjú heim um jólin?
SvaraEyðaKnús og kossar,
Dóra Vínargríslíngur
Dugleg stelpa :D þú er bara að verða algjör íþróttaspriklari ;)
SvaraEyða