jæja
mér tókst að næla mér í einhverja pest daginn fyrir ammælið mitt
ég held að ég hafi verið einum of dugleg við að hjóla og vinna og soldið gleymt að borða á meðan...
ég kemst því ekki í búð til að kaupa ammælisgjöf handa mömmu, né kort á gjöfina til storesös...
mamma reddast kannski í næstu viku, en ætli ég ætti ekki bara að reyna að föndra handa storesös???
ég saumaði þvílíkt flottan munkabúning á Andrés um daginn (fyrir Rustúrinn (sem er djammferð í upphafi náms í Danmörku svo allir kynnist)) og þá mundi ég eftir íkornabúningnum, kattabúningunum og stólabúningunum sem ég bjó til fyrir Prakkaran fyrir 2 árum.
kannski maður ætti bara að verða búningahönnuður :þ
jæja, best að skríða aftur uppí svo ég verði orðin hress fyrir afmæliskaffið sem mamma ákvað að halda handa mér í fyrramálið
(hún er heima hjá storebror núna að baka snúða með Önnu 3 :D )
og svo auðvitað stóru veisluna hans pabba annað kvöld
*knús og kossar*
:Dagbjört afmælisdís
p.s. til hamingju með daginn í dag uppáhalds nornin mín ;)
08 september 2006
ammæli á morgun
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli