18 september 2006

fordómar

þið sem haldið að fordómar séu það sama og kynþáttafordómar, smá íslenskukennsla:
fordómar:
for-dómar að dæma fyrirfram, eða vera með fyrirframgefnar hugmyndir um eitthvað eða einhvern án þess að hafa kynnt sér það eða þann.

ég veit ekki með ykkur en ég hef orðið fyrir alveg góðum slatta af fordómum í gegnum lífstíðina, bæði frá ókunnugum, og þeim sem ég þekki

það hefur aldrei tengst litarhætti, en oft háralit, klæðaburði, gleraugum, vexti eða háum hælum

oftast tengist það þó kjánaskap viðkomandi, en stundum einfaldlega því að ég sýni ekki öllum allar mínar hliðar, hvað þá í einu.

ég held barasta að allir sem "þekkja" mig séu með fordóma gagnvart mér nema konið (af því að hún þekkir mig best) og m&p (af því að þau eru einfaldlega of þroskuð og klár til að hafa svoleiðis)
svo er auðvitað alltaf til perlufólk sem er bara sama og tekur öllum eins og þeir eru ;)

það sem ég hef lengst þurft að þola, og fer mest í taugarnar á mér þegar það kemur frá svokölluðum vinum, er frekar kjánaleg einföldun.

Hún er sú að af því að mér finnst fáránlegt að reykja og hef aldrei látið eiturlyf inn fyrir mínar varir eða æðar, þá hljóti ég að vera þvílíkt square.
Ég lenti t.d. í því ítrekað á mínum fyrstu menntaskólaböllum að vera spurð:
"OMG, hvað ert ÞÚ að gera hérna?"
jájá kjánaunglingar
en þetta er bara ennþá að gerast

fyrir kannski 3 vikum eða svo var ég stödd á Íslandi og hitti strákana í hádegismat
við strákarnir eigum mjög skemmtilegar samræður þar sem er leyfilegt að láta allt flakka
hins vegar ef það bætist stelpa í hópinn þá breytast samræðurnar óhjákvæmilega.
þannig var það að þessu sinni, því vinkona mín var með, þó hún sé reyndar líka þekkt fyrir að láta ýmislegt flakka.
það skiptir svosem ekki máli hvað ég lét flakka, enda man ég það ekki, en ég fékk þetta líka svaka hneikslaða "Dagbjört !!!!"
ég held ég hafi sagt henni að þegja

Andrés lendir líka í þessu
um daginn vorum við með gesti í mat, og hann fékk sér rándýran Havana-vindil sem honum hafði verið gefinn. Hann hefur auðvitað aldrei reykt frekar en ég, en má hann þá ekki smakka (púa) vindil einu sinni á svona 10 ára fresti?
Neibb, gestirnir okkar gjörsamlega misstu sig yfir því að hann, ljósið, smakkaði vindil. "OMG ert ÞÚ að reykja vindil???"
hann er sko ekkert ljós og ekkert square, þó hann sé nógu skynsamur að reykja ekki, og þetta jaðraði við einelti hvernig þau létu.

hvað þarf fólk að verða gamalt áður en það fattar að við erum öll margslungin og margskonar og get over yourselves!

"how many roads must a man walk down, before you can call him a man?"

annars er Andrés líka með pínu fordóma gagnvart mér
hann hefði t.d. ekki reynt við mig ef ég hefði ennþá verið með hringinn í augabrúninni (sem mig er ansi mikið farið að langa í aftur)
svo er hann líka fullviss um að ég verði erfið ólétt (hvenær sem það nú verður), bara af því að ég er erfið á pillunni
en hann veit auðvitað ekkert um það, og ekki ég heldur

það eru líka fordómar

er ég með fordóma?
jájá örugglega einhverja
held ég sé með fordóma gagnvart þeim sem reykja, mér finnst þeir ýmist heimskir eða aumingjar að geta ekki hætt
svo er ég með fordóma gagnvart svörtum og hvítum ungum mönnum sem klæða sig eins og nauðgararapparar og hlusta á nauðgararapp. ég held að þeir beri ekki virðingu fyrir konum né öðru fólki.
en kannski fatta þeir bara ekki hvað textarnir í lögunum þýða...

þið vinir mínir sem ég nefndi sem dæmi í þessum pistli
ég veit að ég hef ekki rætt þetta við ykkur, en við höfum bara ekki átt almennilegt spjall síðan, og þetta var pottþétt á dagskránni. tölumst vonandi bráðum

knús og kossar

:Dagbjört

Engin ummæli:

Skrifa ummæli