ég labbaði bara yfir til mannsins sem blastar poppinu allan daginn og spurði hann hvort það væri til eitthvað rokk í Danmörku
já hann hélt það nú
á dr punktur dk er netradio
þar er hægt að velja um Rokkútvarp sem blandar nýju og gömlu og svo modern-rock-útvarp sem spilar bara nýtt og ferskt en reyndar mismerkilegt rokk :p (soldið amerískt vælu-menntaskólarokk með)
við Andrés erum að setja saman soldið action-plan til að koma í veg fyrir að hversdagsleikinn drepi tónlistina mína. aðalatriðið í þessu plani, þó það hljómi svolítið undarlega, er að kaupa frystikistu sem allra allra fyrst. já þá get ég nefnilega farið að slátra fólki og komist almennilega í samband við mínar dekkri hliðar. eða. þá getum við hætt að (smá innskot, poppstöðin sem þeir blasta er núna að spila Muse !!! reyndar er nýja platan þeirra ekkert svaka rokkuð :s ) þá get ég hætt að eyða mörgum mörgum tímum á viku í að fara útí búð á hverjum einasta degi til að kaupa í matinn. þá getum við fyllt frystikistuna og planað matinn fyrir vikuna. sparar bæði tíma og peninga. og þá getum við keypt frosinn fisk og lambakjöt og rækjur frá Íslandi :)
tókst að koma mér aðeins í gang um helgina
glamraði á píanóið í gær og hugmyndirnar fóru að fæðast
Rolandinn minn er með svona Rotary-organ stillingu sem hljómar mjög Jet-Black-Joe-lega og svona Vibrafone stillingu sem er fullkomin fyrir jólalög ;)
svo er ég búin að kaupa nýjan streng í Fenderinn, en ég þarf ennþá að stilla hann eftir ca. annað hvert lag :p
ég er voða mikið að dúrast núna, eftir ævilanga ást á mollum, þá er ég búin að uppgötva fegurð dúranna. vonandi fáið þið að heyra afraksturinn af því áður en þetta ár er alveg liðið.
talandi um rokk
svakalega er Magni flottur
það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni, en ég vona bara að hann eigi ekki of erfitt með að vera kominn heim og aðlagast
hef sjálf prófað að búa með hóp af fólki alls staðar að úr heiminum í húsi langt í burtu í heilt sumar og koma svo heim aftur
að vera búinn að breytast en allir þekkja konu eins og hún var
en ég fékk reyndar fullt af fordómum og kannski kominn tími á að tjá sig um það
fordómar frá "vinum"
undarlegt fyrirbæri
kannski næsta blogg
:D
18 september 2006
rokk rokk rokk og önnur tónlist
fjallar um:
rokk,
tónlistartal
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli