11 september 2006

heimatilbúnar afmælisgjafir

ekkert smá ánægð!

ég sem er vön að vera sú sem bý til gjafir handa fólki (var það allavega í gamla daga), fékk hvorki meira né minna en tvær afmælisgjafir sem voru sérstaklega búnar til handa mér !!!

Anna 3 málaði handa mér mitt eigið málverk!
og Anna 1 (oftast kölluð mamma) heklaði handa mér æðislegt dökkrautt sjal :D

er alveg í skýjunum með það

svo fékk ég heilt köfunarnámskeið frá kærastanum, með leigu á útbúnaði og öllu saman,
og baðsalt af því að við erum svo mikil baðdýr

konið gaf mér æðislega vettlinga og eyrnalokka
storesös gaf mér snákahálsmen og bók
og pabbinn gaf mér reyfara :þ

svo er ég nýbúin að fá lánaðar 3 bækur hjá pabba hans Andrésar, til að lesa meiri dönsku, svo það er sko nóg að lesa á næstunni. held ég verði heppin ef ég verð búin með þetta allt saman fyrir jól

takk takk takk fyrir mig !!!

og takk þið sem senduð ammælis-SMS

og til hamingju H&H með litla dýrið, og takk fyrir að bíða fram á sunnudag ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli