bara svona aðeins til að útskýra þennan bleika lit:
ég er sumsé að ganga í gegnum bleika byltingu. hef aldrei gengið í neinu bleiku, notað neitt bleikt né bara yfirleitt átt neitt bleikt. var einhvernveginn innprentað inní mig frá æsku að bleikur væri vondur litur. tákn um kúgun konunnar.
en það var bara einn galli. bleikur nefnilega fer mér vel. sama hvað ég hef reynt að afneita því í gegnum tíðina, þá virðist hann passa við mitt hár og hörund.
hef stundum reynt að ganga í bleiku, en mömmurnar mínar tvær gáfu mér alltaf svona meaningful look: "þú ert í bleiku! þú ert að svíkja kvenþjóðina", en sögðu upphátt: "mér bara finnst ekki bleikur fallegur."
svo tók blessaða femínistafélagið uppá því að nota bleikan sem sinn lit! og hananú, nú táknar bleikur ekkert slæmt lengur, og ég má bara víst vera í honum.
svo í vor fór ég í verslanir og nú á ég hvorki meira né minna en:
2 bleika boli!
1 bleikar innibuxur!
4 bleika varaliti!
1 bleikan augnskugga!
og mamma er meira að segja farin að venjast þessu. ég var í bleiku á lokatónleikunum í vor, og hún sagði að ég væri fín :)
systir mín veit hins vegar ekki ennþá af þessu. kannski ég taki buxurnar með til Norge á þriðjudaginn...
hmmmm
eða er ég kannski að svíkja kvenþjóðina?