08 september 2006

ást, hamingja og bleah

einu sinni horfði ég á English Patient og gat ekki talað við þáverandi það sem eftir var dagsins. vissi uppá hár að svona var þetta ekki hjá okkur.

hélt samt eiginlega að þannig gæti það aldrei verið í alvörunni

svo sá ég the Constant Gardner (já líka Ralf Fiennes) um páskana og fannst ekkert eðlilegra. svona líður konu jú í dag.

en svo er stóra spurningin: getur ástin lifað hversdagsleikann af?
af hverju eru allar stóru ástarsögurnar þær þar sem þau barasta deyja?
(og nei Rómeó og Júlía telst ekki með þar sem þau voru bara krakkar og þekktust ekki neitt og Bubbi hitti naglann á höfuðið)

ef ástin gerir konu hamingjusama og hversdagsleikinn gerir konu óhamingjusama, hvar endar hún þá?

þeir sem skipta of oft um vinnu teljast seint góðir starfskraftar, en af hverju þurfum við að gera það sama alla ævi?

bleah

Engin ummæli:

Skrifa ummæli