var að koma úr ágætis partýi
3 stelpur og 4 strákar
nema hvað
ég og sumar vorum ekki sammála
aþþí að henni finnast femínistar halló, ljótar og loðnar
og mér finnst það vanþakklæti og hræsni dauðans af hálfu vinnandi konu...
í sannleika sagt, kona sem er á móti femínisma er ekki í tengslum við raunveruleikann!
hvaða máli skiptir það þó þú sért ekki sammála öllu sem þær berjast fyrir í dag!
(ekki er ég sammála þeim öllum)
það breytir ekki því sem þær hafa gert!
værirðu sátt við að karl í sömu stöðu og þú hefði hærri laun?
værirðu sátt við að hætta að vinna um leið og þú eignaðist börn?
værirðu sátt við að elda 3 - 4 máltíðir á dag, þvo allan þvott, þrífa allt, hugsa um 5 - 6 börn og fá aldrei svo mikið sem takk?
værirðu sátt við að mega ekki ganga í skóla?
værirðu sátt við að fá ekki að kjósa?
værirðu sátt við að pabbi þinn réði því hverjum þú giftist?
er ég loðin ljót og leiðinleg þó ég átti mig á því að konur í dag þurfa enn að glíma við fordóma og vanvirðingu?
er ég loðin ljót og leiðinleg þó ég sætti mig ekki við það að forstjórinn káfi á mér bara af því að ég er svona eða hinsegin í laginu?
er ég loðin og ljót af því að ég ætlast til þess að vera metin út af heilanum mínum og persónuleika, en ekki líkama og fési?
skoðanir eru ekki tíska
skoðanir snúast um að hugsa sjálfstætt
tíska snýst um að þóknast öðrum
og við allar konur sem halda að femínismi sé lame og halló:
þú ert meira en þú heldur, og meira en eitthvað sem þú heldur að karlmenn vilji að þú sért
meira en það sem er kúl í dag eða á morgun
miklu miklu meira
og ég veit það!
en veistu það sjálf?
28 ágúst 2005
antifemínstar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Ég skil ekki hvað það er að þessum feministum nú til dags, það er ekkert eftir að berjast fyrir. Þær finna minnstu hluti og væla og væla.
SvaraEyðaÞað sem þú skrifar í innlegginu er bara hlæilegt.
"værirðu sátt við að elda 3 - 4 máltíðir á dag, þvo allan þvott, þrífa allt, hugsa um 5 - 6 börn og fá aldrei svo mikið sem takk?".
Kæra Dagbjört, ég þekki þig ekki; og þú ekki mig. Má ég samt segja þér svolítið. Þú ert áratugum of sein, við LIFUM Í 21. ÖLD.
Að búa með feminist er eithvað sem ég get aldrei hugsað mér að gera.
- karlremba
lestu nú færsluna áður en þú ferð að kommenta á hana!
SvaraEyðareyndu svo að skilja um hvað hún snýst.
ég var að tala um hlutina eins og þeir voru og eru ekki lengur, og hvað antifemínistar eru vanþakklátir að sjá það ekki.
lærðað lesa kjáni.
:D