19 ágúst 2005

Heljarstökk

Vííííííííííííííííííhíhíííííííííí!!!

Við Jónsi ofurkroppur (7 ára) erum búin að vera að æfa heljarstökk á trampolíninu í næstum ALLAN dag
(með nokkrum pásum til að spila Stratego, Asna og Rússa)
þetta er um 12,5 fermetra trampólín (r=2) - sumsé vel stórt
reyndar hefur mér enn ekki tekist að lenda standandi úr heljarstökkunum, en get skoppað af rassinum og uppá fætur aftur :D

heljarstökk er jú bara kollhnís í loftinu ;)

hann Jónsi minn er hins vegar svo sprækur (barnið er með þvottabretti!) að hann fer í hvert heljarstökkið á fætur öðru og lendir næstum alltaf standandi!
æðislegt leikfang, þetta trampólín
sérstaklega í svona yndislegu veðri

já og hérna er pínu
S Ó L S K I N !
handa ykkur sem eruð föst á frostafróninu

haldiði annars ekki að storesös hafi tekist að fá mig til að eyða um 10.000 krónum í föt í gær!
já einmitt, nirflinum mér sem er hætt að fara í Kringluna
hún er alveg svakaleg
skellti t.d. á mig húfu og sagði: "sjáðu hvað þú ert sæt!" svo mín bara varð að kaupa hana :þ
svona var þetta með næstum allt sem ég keypti! en ég er svosem ekkert að kvarta því ég fékk ágætlega mikið fyrir peningana:


  • 2 hlýraboli

  • 1 pæjubol

  • 2 renndar bómullarpeysur

  • 1 sæta húfu

  • 6 brækur

  • 1 pæju-ullarpeysu (dýrust;)



já, kom bara í ljós að Norge er alls ekki dýrari en Ísland!

æjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
þetta er búið að vera svo æðislegt frí!
(samt veit ég að það besta er eftir (ætla að stela einum degi í viðbót í Köben á mánudaginn))

en hvernig á maður svo að fara að því að snúa aftur í einhverja leiðinda innivinnu eftir þetta allt saman?
úff best að hugsa sem minnst um það
(og sem mest um mánudaginn ;)

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
hvað það er annars gott að vera til!

best að farað taka nokkur heljarstökk í viðbót...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli