14 ágúst 2005

Kaupmannahöfn

þegar það kom í ljós fyrir brottför að það væri engin næturlest til Oslóar á laugardögum velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera í 3 daga í Köben
og hvort við Erna fengjum ekki ógeð hvor á annarri...

en núna
langar mig alls ekkert að fara héðan
Kaupmannahöfn er búin að heilla mig uppúr skónum


  • hjólagöturnar og hjólin alls staðar

  • ávaxtasölumennirnir

  • buskararnir á strikinu

  • þessi yndislega afslappaði ryþmi

  • og almennt pláss fyrir lífið

  • S lestirnar

  • gömlu músteinshúsin

  • trégólfin

  • ævintýrastemningin í Tívolí (þó Parísarhjólið hafi verið pínu vonbrigði)

  • Andrés



ævintýrakonan inní mér er vöknuð á ný
eftir að hafa legið í dvala á Íslandi í 3 ár
og hana langar ekkert heim
hana langar á alla staði aðra

Ísland er eins og lítið búr
(með sundlaug)

í dýragarðinum mínum í Ísrael var fálki
hann var lokaður inní ca. 10 fermetra búri
við hliðina á kanínufjölskyldu með 15 unga
ég fékk að gefa honum að borða hrátt kjöt (og stundum sjálfdauðar hænur) annan hvern dag
þess á milli horfði hann sultaraugum á kanínuungana
í hvert skipti sem ég gekk fram hjá búrinu hans vældi hann
og ég fékk alltaf sting í hjartað

það bara má ekki setja fálka eða erni í búr
og ekki grágæsir heldur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli