aðeins meira um köben :)
veðrið er bara svo yndislegt og áðan skelltum við Erna okkur á hjólunum útí búð til að kaupa blettahreinsi
(keypti mér vasabuxur á Ströget á föstudaginn (til að vera í í næturlestinni til Osló) og tókst svo að sulla olíu yfir þær allar á djamminu um kvöldið þegar við Andrés fengum okkur Döner kebab to go, og mitt ákvað að leka...)
það er smá spotti í búðina, svo við vorum orðnar vel upp hitaðar og sungum köbenlagið hástöfum í kór á leiðinni til baka:
"I don't wanna be anything other than what I've been tryin' to be lately!"
(nákvæmlega það sem maður fær að vera í köben)
skelltum svo blettahreinsi á buxurnar og skelltum þeim í vélina með tveim mismunandi tegundum af þvottaefni...
..og fórum aftur út að hjóla
sungum spuna í þetta skiptið og æfðum okkur að sleppa höndum
(ok, ég æfði mig, Erna kann þetta orðið alveg ;)
Erna ætlar að kaupa sér rússíbana í þeirri von að þá flytji ég líka til köben...
jæja, nú ætlum við að fara að reyna að semja amk eitt lag
og kannski er kominn tími á að kíkja á þvottavélina...
vonandi getur Andrés ekki lengur verið abbó yfir því að ég eigi doppóttar buxur en ekki hann ;)
14 ágúst 2005
sykkeltur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli