var að koma úr ágætis partýi
3 stelpur og 4 strákar
nema hvað
ég og sumar vorum ekki sammála
aþþí að henni finnast femínistar halló, ljótar og loðnar
og mér finnst það vanþakklæti og hræsni dauðans af hálfu vinnandi konu...
í sannleika sagt, kona sem er á móti femínisma er ekki í tengslum við raunveruleikann!
hvaða máli skiptir það þó þú sért ekki sammála öllu sem þær berjast fyrir í dag!
(ekki er ég sammála þeim öllum)
það breytir ekki því sem þær hafa gert!
værirðu sátt við að karl í sömu stöðu og þú hefði hærri laun?
værirðu sátt við að hætta að vinna um leið og þú eignaðist börn?
værirðu sátt við að elda 3 - 4 máltíðir á dag, þvo allan þvott, þrífa allt, hugsa um 5 - 6 börn og fá aldrei svo mikið sem takk?
værirðu sátt við að mega ekki ganga í skóla?
værirðu sátt við að fá ekki að kjósa?
værirðu sátt við að pabbi þinn réði því hverjum þú giftist?
er ég loðin ljót og leiðinleg þó ég átti mig á því að konur í dag þurfa enn að glíma við fordóma og vanvirðingu?
er ég loðin ljót og leiðinleg þó ég sætti mig ekki við það að forstjórinn káfi á mér bara af því að ég er svona eða hinsegin í laginu?
er ég loðin og ljót af því að ég ætlast til þess að vera metin út af heilanum mínum og persónuleika, en ekki líkama og fési?
skoðanir eru ekki tíska
skoðanir snúast um að hugsa sjálfstætt
tíska snýst um að þóknast öðrum
og við allar konur sem halda að femínismi sé lame og halló:
þú ert meira en þú heldur, og meira en eitthvað sem þú heldur að karlmenn vilji að þú sért
meira en það sem er kúl í dag eða á morgun
miklu miklu meira
og ég veit það!
en veistu það sjálf?
28 ágúst 2005
antifemínstar
24 ágúst 2005
post-Köben-þunglyndi, dagur 1
ég ætti nú bara að skammast mín
dagurinn minn var nebblilega svona:
nei sko! gott veður! best að labba í vinnuna!
ááááááá norðankaldinn bííííítur mig
úff hvenær opnar Nóatún?
2 mín
brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
úje komin í vinnuna á undan flestum!
best að borða morgunmat ;)
spjalla við gaurana um leið og þeir tínast inn
komast að því hvað ég ætti að gera
best að farað gereitthvað!
Köööööööööööööööööööööööööööööben
ha nei! úbbs! best að kóða smá!
Köööööööööööööööööööööööööööööööööben
Köben Köben Köben Köben Köben Köben Köben
kóðikóð
Köööööööööööben!
best að kíkja á icelandexpress.is og kaupa miðann út aftur
æj nei, ekki fyrr en ég veit meira um skólann
Köööööööööööööööööööbeeeeeeeeeeen
úbbs! kóðaðu kona!
kóði kóði kóð
Köben Köben Köben Köben Köben
osfrv.
hjólaði svo heim, því hjólið mitt var einmitt niðrí vinnu
með norðanskrímslisvindinn í bakið, sem betur fer ;)
vá hvað Ísland er kalt og grátt og óspennandi
vá hvað Íslendingar eru dónalegir og sjálfselskir og snobbaðir elítistar og efnishyggju- egósentrískir eiginhagsmunaseggir
(sorrý elskurnar, svona líður mér bara í dag)
vá hvað ég er komin með útlandasýki á háu stigi!
eftir að hafa haldið að Montreal hefði læknað mig, þá komst ég sumsé að því að ég hafði einfaldlega farið í vitlausa átt!
og bara til að ítreka hvað er svona æðislegt við Köben?
fyrir utan hvað borgin sjálf var æðisleg þegar ég sá hana frá íbúasjónarhorninu (í stað túristasjónarhorninu áður), með öllum hjólunum og lestunum og afslappelsinu og girnilega matnum á viðráðanlegu verði (æðislegt að sjá hvað hún Erna mín lítur vel út núna þegar hún hefur efni á að borða og hjólar líka út um allt :)
já fyrir utan það, þá er þar núna samankomin stærsti fjöldi míns nánasta fólks í heiminum:
- storebror
- svigesös
- yndislegu börnin þeirra þrjú
- Ernan mín
- og kærastinn minn
Köben Köben Köben Köben Köben Köben...
hmmmm
ekki fara að hafa samt of miklar áhyggjur
þetta ástand á vonandi bara eftir að vara þangað til skólinn byrjar og mín fer að hafa meira en nóg að gera :)
þó Andrés ævintýraprins verði reyndar ennþá í Köben
og ég hér...
Köööööööööööööööööööööööööööööööben!
úff
best að fara að reyna beina þessu stjórnlausa ímyndunarafli á meira skapandi brautir þangað til konið mitt kemur í heimsókn á eftir
19 ágúst 2005
Heljarstökk
Vííííííííííííííííííhíhíííííííííí!!!
Við Jónsi ofurkroppur (7 ára) erum búin að vera að æfa heljarstökk á trampolíninu í næstum ALLAN dag
(með nokkrum pásum til að spila Stratego, Asna og Rússa)
þetta er um 12,5 fermetra trampólín (r=2) - sumsé vel stórt
reyndar hefur mér enn ekki tekist að lenda standandi úr heljarstökkunum, en get skoppað af rassinum og uppá fætur aftur :D
heljarstökk er jú bara kollhnís í loftinu ;)
hann Jónsi minn er hins vegar svo sprækur (barnið er með þvottabretti!) að hann fer í hvert heljarstökkið á fætur öðru og lendir næstum alltaf standandi!
æðislegt leikfang, þetta trampólín
sérstaklega í svona yndislegu veðri
já og hérna er pínu
S Ó L S K I N !
handa ykkur sem eruð föst á frostafróninu
haldiði annars ekki að storesös hafi tekist að fá mig til að eyða um 10.000 krónum í föt í gær!
já einmitt, nirflinum mér sem er hætt að fara í Kringluna
hún er alveg svakaleg
skellti t.d. á mig húfu og sagði: "sjáðu hvað þú ert sæt!" svo mín bara varð að kaupa hana :þ
svona var þetta með næstum allt sem ég keypti! en ég er svosem ekkert að kvarta því ég fékk ágætlega mikið fyrir peningana:
- 2 hlýraboli
- 1 pæjubol
- 2 renndar bómullarpeysur
- 1 sæta húfu
- 6 brækur
- 1 pæju-ullarpeysu (dýrust;)
já, kom bara í ljós að Norge er alls ekki dýrari en Ísland!
æjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj
þetta er búið að vera svo æðislegt frí!
(samt veit ég að það besta er eftir (ætla að stela einum degi í viðbót í Köben á mánudaginn))
en hvernig á maður svo að fara að því að snúa aftur í einhverja leiðinda innivinnu eftir þetta allt saman?
úff best að hugsa sem minnst um það
(og sem mest um mánudaginn ;)
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
hvað það er annars gott að vera til!
best að farað taka nokkur heljarstökk í viðbót...
17 ágúst 2005
alvöru sumarfrí
eitt
stórt
G E I S P !
búnað vera í 7 tíma í skemmtigarði (Tívolí-i) með storesös og 3 hressum guttum
ThunderCoaster
SuperSplash
RollOver
osfrv.
alveg frábær garður og hægt að vera þar allan daginn án þess að gera neitt tvisvar
veðrið hérna í Norge hefur verið alveg eins og ég hefði pantað það
síðustu tvo daga vorum við á ströndinni að veiða krabba og slappa af
(eins og sjá má hér að neðan)
á morgun ætlar storesös að gera tilraun til að láta mig versla föt
í Noregi!
gangi henni vel ;)
meira seinna
nema bara
eitt
stórt
F A Ð M !
handa heiminum
:D
16 ágúst 2005
Sandkastali
Ævilangt hefði ég helst viljað sofa
við hlið þér í dálitlum svertingjakofa
Tondeleyó!
14 ágúst 2005
sykkeltur
aðeins meira um köben :)
veðrið er bara svo yndislegt og áðan skelltum við Erna okkur á hjólunum útí búð til að kaupa blettahreinsi
(keypti mér vasabuxur á Ströget á föstudaginn (til að vera í í næturlestinni til Osló) og tókst svo að sulla olíu yfir þær allar á djamminu um kvöldið þegar við Andrés fengum okkur Döner kebab to go, og mitt ákvað að leka...)
það er smá spotti í búðina, svo við vorum orðnar vel upp hitaðar og sungum köbenlagið hástöfum í kór á leiðinni til baka:
"I don't wanna be anything other than what I've been tryin' to be lately!"
(nákvæmlega það sem maður fær að vera í köben)
skelltum svo blettahreinsi á buxurnar og skelltum þeim í vélina með tveim mismunandi tegundum af þvottaefni...
..og fórum aftur út að hjóla
sungum spuna í þetta skiptið og æfðum okkur að sleppa höndum
(ok, ég æfði mig, Erna kann þetta orðið alveg ;)
Erna ætlar að kaupa sér rússíbana í þeirri von að þá flytji ég líka til köben...
jæja, nú ætlum við að fara að reyna að semja amk eitt lag
og kannski er kominn tími á að kíkja á þvottavélina...
vonandi getur Andrés ekki lengur verið abbó yfir því að ég eigi doppóttar buxur en ekki hann ;)
Kaupmannahöfn
þegar það kom í ljós fyrir brottför að það væri engin næturlest til Oslóar á laugardögum velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera í 3 daga í Köben
og hvort við Erna fengjum ekki ógeð hvor á annarri...
en núna
langar mig alls ekkert að fara héðan
Kaupmannahöfn er búin að heilla mig uppúr skónum
- hjólagöturnar og hjólin alls staðar
- ávaxtasölumennirnir
- buskararnir á strikinu
- þessi yndislega afslappaði ryþmi
- og almennt pláss fyrir lífið
- S lestirnar
- gömlu músteinshúsin
- trégólfin
- ævintýrastemningin í Tívolí (þó Parísarhjólið hafi verið pínu vonbrigði)
- Andrés
ævintýrakonan inní mér er vöknuð á ný
eftir að hafa legið í dvala á Íslandi í 3 ár
og hana langar ekkert heim
hana langar á alla staði aðra
Ísland er eins og lítið búr
(með sundlaug)
í dýragarðinum mínum í Ísrael var fálki
hann var lokaður inní ca. 10 fermetra búri
við hliðina á kanínufjölskyldu með 15 unga
ég fékk að gefa honum að borða hrátt kjöt (og stundum sjálfdauðar hænur) annan hvern dag
þess á milli horfði hann sultaraugum á kanínuungana
í hvert skipti sem ég gekk fram hjá búrinu hans vældi hann
og ég fékk alltaf sting í hjartað
það bara má ekki setja fálka eða erni í búr
og ekki grágæsir heldur
11 ágúst 2005
farin til Köben og Norge
jæja, þá er kona að leggja í hann
bíð eftir að naglalakkið á táslunum mínum þorni, svo ætla ég að vaska aðeins upp og svo er ég barasta farin með Iceland Express til Köben
að tónlistast með Ernunni minni
svo með næturlest til Osló (elska lestir)
að sumarfríast með storesös og stóru strákunum hennar 2
verð í einhverju netsambandi við og við, svo kannski kona bloggi við og við
farið vel með landið mitt á meðan
*knús og kossar*
:Dagbjört ferðadís
08 ágúst 2005
ógeð
vaknaði á miðvikudaginn og gat varla kyngt
íllt í hálsinum
lá heima
horfði á meiri Smallville og las 8 nýjustu Ultimate Spiderman eftir Bendis (Bendis er bestur (og kannski Miller líka))
Peter hætti með MJ af því að hann var svo hræddur um að hún myndi deyja hans vegna
(já, einmitt, alveg eins og sumir...)
vaknaði á fimmtudagsmorguninn þegar mamma hringdi og ég gat varla talað
ennþá íllt í hálsinum
hékk heima
imbaðist á netinu
leiddist mest
föstudagur
ennþá veik
ógeðið samt farið að færast upp í nefið með tilheyrandi snýtingum :|
sem betur fer kom meðleigjandi minn heim úr sumarfríi með bók fulla af Su Doku þrautum svo ég hafði loksins eitthvað til að stytta mér stundir
mæli með Su Doku fyrir alla nörda sem leiðist :)
laugardagur
skutlaði storebror og Önnu 3 á flugvöllinn
svaf það sem eftir var dagsins
sumsé ennþá veik
sunnudagur
aðeins hressari
dívurnar komu í brunch og við óperunörduðumst langt fram eftir degi
alveg yndislegt hvað þær hafa gríðarlegan áhuga á óperum og eru duglegar að hlusta
við vorum sumsé að deila tónlist hver með annarri og hlusta á gamlar og nýjar stjörnur túlka uppáhalds aríurnar okkar - stundum með tilheyrandi "æj NEI! af hverju gerði hún ÞETTA!"
alveg dásamlegt
af hverju?
jú, þótt undarlegt megi virðast, þá eru bara alls ekki svo margir nemendur Söngskólans sem nenna að hlusta á óperur eða aðra klassíska tónlist
en dívurnar mínar hafa svo brennandi áhuga á því sem þær eru að gera að það er unun að fylgjast með þeim :)
svo þegar þær fóru, og ég var búin að kveðja Hulduna mína *grenj* (sem komst inní master í óperusöng í háskóla í Princeton í BNA! húrra fyrir henni!), þá var ég svo búin á því að ég þurfti að neita mér um að leggja mig með valdi - í þeim tilgangi að ég ætlaði að fara snemma að sofa til að geta mætt í vinnuna...
það eina sem dugði var að horfa á síðustu 3 þættina af Lost og GARG! svona bara má ekki!
leið svo illa eftir þennan hræðilega endi að ég gat bara alls sofnað heldur lá andvaka og hugsaði um börnin mín 5 sem hafa verið tekin og er verið að taka frá mér
í morgun
var SVO erfitt að vakna við klukkuna
áttaði mig smátt og smátt á því að ég er ENNÞÁ lasin :(
staulaðist útí apótek og keypti einhverja norska brjóstdropa
mamma vildi að ég keypti þá á fimmtudaginn en ég þrjóskaðist við
ekki mikið fyrir að úða í mig lyfjum ef ég kemst hjá því :S
og þvílíkt ógeð!
25% alkóhól og eftir eina skeið leið mér eins og ég væri ofurölvi
var nógu slöpp fyrir :S
í dag verða það fleiri Su Doku þrautir og kannski kona grafi eitthvað uppúr dvd safninu sem kona hefur ekki séð í mörg ár
svo á ég líka eftir að lesa öll Ultimate X-men frá upphafi - sem ég held að séu líka eftir snillinginn hann Bendis...
03 ágúst 2005
foreldrar
horfði á nokkra þætti af Smallville um daginn
kannski ekki raunsæjustu þættir í heimi, en flestir vita að ég er pínu ofurhetjufrík
allavega
eitt af því sem er stundum einum of í Smallville þáttunum eru hvað foreldrar hins unga ofurmennis eru brjálæðislega fullkomnir
pabbi hans er sérstaklega með ofurmannlegt siðferðisþrek, og þau eru alltaf til staðar og segja honum einmitt það sem hann þarf að heyra til að komast í gegnum alla mögulega og ómögulega hluti
og þau eru alltaf svo góð við allt fólk sem þau hitta...
sem á auðvitað að útskýra af hverju Superman er svona súper góður gaur, en stundum finnst manni þetta nú bara einum of - sem skiptir svo sem engu máli, því hver er að taka þessa þætti alvarlega?
nema hvað
svo mæta foreldrar mínir og setjast niður með mér og segja mér nákvæmlega það sem ég þarf að heyra og hjálpa mér að takast á við hlutina og sannfæra mig um að það sem ég er um það bil að ákveða að gera sé rétt og eru bara í alla staði meiriháttar
og ég man að svona hafa þau jú alltaf verið
alltaf til staðar til að segja nákvæmlega það sem maður þarf að heyra
pabbi er auk þess með ofurmannlegan heiðarleika og mamma með ofurmannlega mannlega næmni... já og svo góð við alla líka
eiga allir svona frábæra foreldra, eða eru það bara ég og Súperman?
01 ágúst 2005
innipúkar
sannleikurinn er sá að ég er ekkert sérstaklega mikill innipúki
ég ólst upp utandyra öll sumur, í sveit og svo í garð- og skógrækt
það stríðir gegn eðli mínu að vinna inni á sumrin
og um verslunarmannahelgar á ég heima úti
en til hvers að fara eitthvert ef kona kemst ekki á bestu hátíðina?
nah, þá getur kona bara eins verið heima og skellt sér á innipúkahátíðina
ekki satt?
við fengum reyndar ekki miða, en ákváðum að láta það ekki stöðva okkur
sátum heima hjá Ástu fram að miðnætti og sötruðum Malibu í ananassafa
röltum svo niður í Austurstræti, litum inná Hressó í um 5 mínútur, en þar var frekar sorgleg stemning
svo við ákváðum að kíkja fyrir utan Nasa, og sjá hvort einhver væri að reyna að losna við miða
ekkert svoleiðis
létum það heldur ekki stoppa okkur og röltum inn
klukkan orðin hálf eitt og Ásta spurði dyraverðina fallega hvort við mættum koma inn
jájá ætli það ekki bara ;)
þegar við mættum voru Ravionettes að byrja að spila
fengum okkur drykki á barnum og skoðuðum fólkið
alls konar fólk
17 - 57 ára eða hér um bil
einhverjir litlir strákar fóru að spyrja úr hvaða hverfi við vorum
hverfi? ha hvað?
svo skelltum við okkur á dansgólfi og reyndum aðeins að dansa, sem var vandræðalegt með töskurnar í höndunum
saknaði vasabuxnanna sem kona er alltaf í í Eyjum sem geyma allt sem maður þarf á að halda
töskuvesen
en samt, Ravionettes voru stuð og stemningin góð
svo kom pása og við röltum upp og spjölluðum við gamlan MH-ing þar til Trabant mætti á svið
ég veit ekki af hverju, en svona hef ég lítið hlustað á Trabant að ég hef ruglað þeim saman við einhverja aðra
einhverra hluta vegna minnti mig að þeir væru svona stuð-fönk eða polka eða rokk band eða eitthvað
allavega bjóst ég ekki við Depeche Mode á sýrutrippi
svo þegar þeir sögðust hafa verið að spila í Eyjum og allur salurinn púaði, þá vissi ég að ég væri ekki á réttum stað
þarna var sumsé fólkið sem lítur niður á aðra af því að þeir eru ekki nógu artífartí innisnobbaðir og dæmir tugi þúsunda þjóðarinnar á einu bretti
ég sem hélt að þarna yrðu ofnæmisgrísir og aðrir blánkistar eins og ég
til hvers í ósköpunum að vera á móti 15 þúsund manns sem vilja vera í náttúrunni og bræðralagsstemningunni í eyjum?
fatta alveg að þetta lið hefur aldrei upplifað þessa gleði, og aumingja þau, en mér finnst samt eitthvað svo tilganglaust að eyða orku í að vera á móti því
getur það verið biturð eða öfund?
ég hef aldrei heyrt neinn í Eyjum segja orð á móti innipúkanum
djammi hver sem hann vill
þar sem sýrueffectahljóðin hjá Trabant voru hátt yfir sársaukamörkum og mér þykir ákaflega vænt um súperheyrnina mína, þá ákvað ég að láta mig hverfa rétt fyrir 3
ekki misskilja mig, Trabant voru alveg frábærir, í rífandi stuði og aðdáendur þeirra greinilega hrifnir
tónlistin þeirra er bara ekki fyrir mig né mín eyru
ég veit ekki hvort ég fer á innipúkann aftur
er að minnsta kosti fegin að ég borgaði mig ekki inn
kannski maður finni uppá einhverju nýju næst...