23 júlí 2008

Brúðarheit

(til Andrésar)

Gafstu mér, gumi,
gleðihlátur
sólskin og söng.
Engan veit ég annan
yndislegri
mann meðal manna.

Hjá þér á ég heima,
hetjan sterka,
ævina á enda.
Vinurinn minn besti
og von hjartans,
einan ég elska þig.

Dagbjört

18 júní 2008

alltaf á leiðinni...

jæja, eins og allir nema verstu karlrembur eiga að vita, þá er 420% starf að vera mamma (þ.e.a.s. 24/7)

amk. gef ég mig 110% í það, og því ekki mikill tími til að blogga

ef hann Pétur minn sefur, þá nota ég tækifærið og annað hvort sef, fer út að labba, gríp mér eitthvað í gogginn, eða tek til

og núna á ég að vera að semja tónlist og vesenast í brúðkaupsundirbúningi

þegar hann er vakandi þá er spjallað, sungið og leikið af mikilli gleði :D

Pétur Hugi vex og dafnar alveg einstaklega vel, er 3ggja mánaða á morgun, algjör orkubolti og getur spjallað og spjallað og leikið sér lengi í baði.
Hann er að nálgast 7 kíló og verður bráðum kominn uppí stærð 74 - sem þýðir að hann er algjör risi. Hann er samt alls engin bolla, bara langur og flottur hasarkroppur með sixpack og alles, því hann spriklar svo mikið og hamast þegar hann þarf að prumpa.

ég hef átt erfitt með að hafa áhuga á nokkru öðru en honum, fyrir utan kannski tónlist og alheimspólitík, sem skiptir miklu máli fyrir hann, þó á ólíkan hátt.

við erum búin að kaupa píanóið og svo höldum við auðvitað með Obama, þó það sé alls ekki víst að hann eigi eftir að bæta ástandið í heiminum - hann getur þó varla gert það verra - vonum bara að fíflið ráðist ekki á Íran áður en við losnum við það.


en þetta átti bara að vera svona stutt til að láta vita að við komum HEIM á mánudaginn, 23. júní :)

hlakka til að sjá ykkur,

knús og kossar

:Dagbjört

p.s. eru Íslendingar orðnir bjánar upp til hópa? ísbirnir eru stórhættulegir, ekki litlir sætir bangsalingar! við gætum auðvitað flutt þá inn og farið að ganga með riffla í hvert skipti sem við hættum okkur út úr bílunum fyrir utan bæinn...

17 apríl 2008

ýmislegt annað sem við köllum hann Pétur Huga

smá listi:


  • Stubbur (situr ennþá pínu fast á honum)

  • Pétur ofurHugi (kom rétta leið en með rassinn fyrst)

  • litli rass (á helst við kollinn hans, sem ég klappaði alltaf þegar hann var inni í maganum og kallaði "litla rass" - sem við héldum að hann væri)

  • Barbakær (því hann fæddist með svo mikið, úfið, dökkt hár)

  • litla bóludýr (er með "gestabólurnar" eins og er)

  • átvaglið mitt

  • elsku hjartans Pétur

  • hjartans hjartans (þær eru svo væmnar þessar mömmur!!!)

  • Andrésson

  • Tröllabarn (með pínulítinn risastóran æðislegan tröllanebba)

  • ljósálfur (í einum ákveðnum galla með hettu)



úff! það sem þessum foreldrum dettur í hug

25 mars 2008

Pétur Hugi Andrésson

Pétur Hugi Andrésson kom í heiminn þann 19. mars 2008 klukkan 23:38 að dönskum vetrartíma.
Hann vóg 3945 gr. og var 54 cm.
Hann kom út með rassinn á undan, með miklum viðbúnaði, en mamma hans var svo dugleg að ýta honum út að allir læknarnir og ljósmæðurnar voru alveg gáttuð.
Barnalæknirinn gaf honum 10 á apgar prófinu, og lýsti því yfir að þetta væri "fullkominn lítill drengur".

Það finnst foreldrunum auðvitað líka. Hann sefur eins og engill - sérstaklega á nóttunni - öskrar þegar hann fær ekki nógu fljótt að borða, eða við dirfumst að skipta á honum en þagnar þegar það er sungið fyrir hann eða leikið á píanóið. Hann þrífst almennt ákaflega vel. Hann líkist pabba sínum mjög mikið, og mömmu sinni líka. Kannski þau séu bara frekar lík hvoru öðru ;)

Hann heitir Pétur í höfuðið á langafa sínum, Hugi af því að það er íslenskt og flott og hann er auðvitað Andrésson.

Við foreldrarnir erum auðvitað í skýjunum og getum mænt á hann löngum stundum...



Með bestu kveðjum,

Dagbjört, Andrés og Pétur Hugi

15 mars 2008

16, 17, 18 og 19 eru allt góðar tölur

svo það er best að slaka aðeins á

allt í einu virðist allt hafa stoppað - það hefur ekkert gerst núna að ráði í 2 sólarhringa
kannski er það bara lognið á undan storminum, en svona er þetta víst í fyrsta skipti, allt gerist hægt
á þriðjudaginn var allt að gerast...

mamma og pabbi eru í heimsókn fram á páskadag, svo ég þarf svosem ekki að láta mér leiðast...

þetta er spurning um að skipta úr ofurbjartsýni yfir í jákvæða þolinmæði, en ég vona vona vona að hann komi fyrir skírdag, því það er 20. mars, og allt eftir það eru miður góðir afmælisdagar (tuttugastiogeitthvað sem enginn man).

svo langar okkur auðvitað til að hann sé ennþá ungabarn þegar hann kemur, en hann er nú þegar farinn að nálgast 4 kíló, samkvæmt ljósunni...

ég fæ engan hjúkrunarfræðing heim um páskana, þær vinna ekki frá fimmtudegi til mánudags!
hversu mikilvæg er þessi þjónusta ef þær geta svo bara sleppt því að koma?
hafa þær enga yndislega múslima í vinnu?
amk ekki í þessari kommúnu...


er eiginlega hætt að þora á netið, nema svona eldsnemma á morgnanna, þegar enginn er online
fólk sem er ekki einu sinni vinir mínir var farið að bögga mig á msn (var nú bara að blocka einn úr vinnunni áðan sem kann sig ekki...)

svo hringir síminn hjá Andrési næstum stanslaust, hann á fullt af vinum sem eru alveg grænir :S

fjölskyldan mín er hins vegar yndisleg - þau vita að ég læt þau vita um leið og eitthvað gerist

hann var líka upphaflega settur á 17. mars, í fyrri sónar, svo í minni bók er ennþá ekki orðinn seinn...

11 mars 2008

ertu ekki hrædd ?

spyrja margir
sérstaklega ungar stelpur um tvítugt

hrædd ?
what?

til hvers?
og hver hefur pláss í hjartanu til að vera hrædd þegar ég veit hvað ég fæ að launum?

ég vakna skælbrosandi á hverjum morgni og er að springa úr tilhlökkun

bráðum bráðum bráðum

verð ég mamma

kannski á morgun
kannski á hinn

bráðum :D

04 mars 2008

grænt grænt grænt

nú er að koma vor, þó það hafi snjóað í nótt, og litli stubburinn okkar verður þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að fæðast að vori :D

en hann á næstum EKKERT grænt !!!
og grænn sem er uppáhaldsliturinn hans pabba hans og hennar mömmu hans og svo á hann bara blátt og brúnt og hvítt...

við óskum hér með eftir grænu á stubbinn !!!
grænum fötum
grænum Lamaze leikföngum
grænu vori :þ


mmmmmmm

allt er vænt sem vel er...

...grænt :D

rokkarinn rauði og svarti fer í pásu í bili, og nú er mest hlustað á klassík, nema þegar Andrés er heima, þá er uppáhalds íslenska hljómsveitin okkar á repeat

síðan ég flutti til Danmerkur hef ég verið án hljómflutningstækja, en bætt það upp með iPod og heyrnartólum. það er auðvitað ekki hægt lengur, ég get ekki útilokað barnið mitt með því að setja upp heyrnartól, og þó hann sé ekki fæddur enn, vil ég samt að hann sé með.

svo við fórum í Fona og ætluðum að kaupa okkur svona lítinn geislaspilara m. útvarpi og hátölurum til að festa uppá vegg eins og storebror á. kostar bara 1000 kall danskar.
þegar við loksins fengum afgreiðslu og báðum um að fá að hlusta á græjurnar, þá mætti afgreiðslumaðurinn með þetta líka svakalega danska r&b popp, svo ég þurfti að taka fyrir eyrun !!!

"ég ætlaði að prufa hljómgæðin! áttu ekki klassík ???"

"en þetta er verðlaunatónlist !"

"já en ég þarf að prufa hljómgæðin!"
eftir 2 námskeið í hljóðblöndun veit ég uppá hár hvað gert er við tíðnisviðin í poppi, fyrir utan að það er compressað til dauða!
aumingja afgreiðslumaðurinn fór og náði í annan disk: Andrea Boccelli !!!
þá féllust mér hendur
"má ég ekki bara velja sjálf ?"

"uh, jújú"
greyið skildi ekkert í þessari erfiðu kasóléttu konu, sem skilgreinir Boccelli líka sem popp
sem betur fer fann ég fljótlega Nýheimssynfóníu Dvorak, með góðu crescendo í byrjun og lúðrum og öllum litrófum tónlistar, sem er það sem þarf til að prufa hljómgæði.

þá hófust prufurnar :þ
ég blastaði synfóníunni yfir búðina, hlakkandi innra með mér, því þetta er ein af þessum búðum sem spila allt of háværa leiðindatónlist yfir allt, svo það er ómögulegt að heyra í græjunum án þess virkilega að hækka ;)
og svo í næstu græjum
og í næstu
en þessar vegggræjur bara gátu ekki gert Dvorak almennilega skil...
ég fór því að horfa á græjur með alvöru hátölurum
ekkert svo mikið dýrari...

síðan höfum við farið í El-Giganten (Elkó) og blastað Fiðlukonsert Tchaikovskys, og alltaf í örlítið betri hátölurum...
á morgun eða hinn ætlum við í stærri Fona búð að skoða tónlistar-oriented heimabíókerfi frá Sony, á 2500 DKR, með útvarpi og alles. aðeins meira en upprunalegi 1000 kallinn sem átti að fara í þetta...

Andrés skilur ekki alveg hvað það er sem ég hlusta eftir, en góð klassík úr góðum græjum með frábærum EQ getur gefið mér gæsahúð og kallað fram tárin

akkúrat núna er ég hlusta á Khachaturian úr pínulitlu tölvuhátölurunum sem ég keypti í Tölvulistanum fyrir 3 árum...


bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, EQ og alvöru hátölurum

:D

01 mars 2008

sms listi

jæja, það gengur frekar brösuglega að hætta að vinna!

þurfti að sitja við í 4 tíma í gærkvöldi og redda einhverju og svo fóru nokkrir tímar í tölvupóstskrif í morgun. en svona er það þegar maður reddar afleysara á elleftu stundu, og er sá eini sem kann á kóðann...

þetta er samt alveg að verða búið, á bara eftir að skrifa svo sem einn tölvupóst og svo eiga þeir kannski eftir að hringja eitthvað í vikunni. afleysarinn er samt mjög ákveðinn í að trufla mig ekki, enda tveggja barna faðir :)

þetta á nú bara að vera svona stutt blogg í þetta skiptið. mér líður vel þegar ég næ að hvíla mig, og drengurinn minn vex og dafnar, sparkar og hreyfir sig á hverjum degi, og er vel skorðaður. kominn vel yfir 3 kg, og ef hann bíður fram á settan dag, 14. mars, verður hann væntanlega einhvers staðar á milli 3500 og 4000 gr

það eru ennþá 2 vikur í hann, en allt í einu virðast allir í kringum mig orðnir svaka spenntir, eins og hann gæti komið þá og þegar. þess vegna ákvað ég að útbúa svona sms-lista fyrir Andrés, svo þeir sem gjarnan vilja fá sms þegar hann er kominn í heiminn (eða nokkrum tímum síðar líklega, þegar hann er sofnaður), eru vinsamlegast beðnir um að láta mig vita :)

ennþá virðist honum líða vel þarna inni, sérstaklega þegar mamma hans nær að slappa af ;)

meira seinna

:Dagbjört sem er komin 38 vikur á leið og ætlar að fara að hvíla sig núna :p

26 febrúar 2008

Barneignarleyfið

...byrjar ekki á morgun heldur hinn

þá ætla ég að blogga alveg helling

en þar til þá

*sólskinsbros* á línuna

:D

09 janúar 2008

Gleðilegt ár!

öll sömul og takk fyrir þau gömlu!

takk fyrir öll jólakortin þau voru æði!

eins og sumir tóku kannski eftir bárust engin jólakort frá okkur þetta árið. ég hugsaði samt til ykkar, og það sem meira var, ég náði að hitta langflesta !

fannst ég reyndar ekki hitta neinn nóg, hefði svo innilega viljað tala við hvern og einn svo miklu betur og lengur og...

fyrir utan að hafa verið með stanslaust samviskubit næstum því allan tímann á Íslandi yfir því að vera alltof lítið hjá mömmu og tengdó

fannst ég eiginlega hálf sundurslitin þegar ég kom heim til Köben

og var auðvitað lasin, því síðan hvenær þoli ég 10 stiga frost OG álag á sama tíma...

en hvað um það, okkur tókst að koma ótrúlega miklu í verk á stuttum tíma, og allt í einu erum við búin með stóran hluta af undirbúningi fyrir brúðkaupið!

búin að panta búning á mig, kaupa búning á Andrés, plana athöfnina með goðanum og matseðilinn með veisluþjónustunni (þ.e. frænda mínum)

og bara svona ef ég er ekki búin að segja það alveg öllum: ég verð í svörtu ! venjist tilhugsuninni, fáið sjokkið núna (eins og sumir hafa þegar gert) og verið svo tilbúin til að finnast það flott þegar þar að kemur.

2008 virðist ætla að verða eitt stærsta ár lífs míns. líklega það stærsta hingað til frá 1977. allt á eftir að breytast. eftir svona 9 vikur.

og vá hvað við hlökkum til !


en fyrst þarf ég reyndar að færa fjöll í vinnunni, svo líklega verða þessir síðustu 2 mánuðir af gamla lífinu fljótir að líða

ó og eitt enn
eins og er á síðasti vinnudagurinn minn að vera 29. febrúar, sem er föstudagur. en ég held ég verði heima þann daginn með lappirnar vandlega upp í loft og mæti frekar mánudaginn 3. mars til að klára. síðastavinnudagsstress væri einmitt eitthvað sem gæti komið fæðingu af stað, og ég vil ekki vera þess valdandi að litli stubburinn minn fái 4 sinnum færri afmælisdaga en allir aðrir.


:Dagbjört mömmudís

p.s. það mega allir búast við jólakortum, með mynd, næstu jól !