23 júlí 2008

Brúðarheit

(til Andrésar)

Gafstu mér, gumi,
gleðihlátur
sólskin og söng.
Engan veit ég annan
yndislegri
mann meðal manna.

Hjá þér á ég heima,
hetjan sterka,
ævina á enda.
Vinurinn minn besti
og von hjartans,
einan ég elska þig.

Dagbjört

Engin ummæli:

Skrifa ummæli