...grænt :D
rokkarinn rauði og svarti fer í pásu í bili, og nú er mest hlustað á klassík, nema þegar Andrés er heima, þá er uppáhalds íslenska hljómsveitin okkar á repeat
síðan ég flutti til Danmerkur hef ég verið án hljómflutningstækja, en bætt það upp með iPod og heyrnartólum. það er auðvitað ekki hægt lengur, ég get ekki útilokað barnið mitt með því að setja upp heyrnartól, og þó hann sé ekki fæddur enn, vil ég samt að hann sé með.
svo við fórum í Fona og ætluðum að kaupa okkur svona lítinn geislaspilara m. útvarpi og hátölurum til að festa uppá vegg eins og storebror á. kostar bara 1000 kall danskar.
þegar við loksins fengum afgreiðslu og báðum um að fá að hlusta á græjurnar, þá mætti afgreiðslumaðurinn með þetta líka svakalega danska r&b popp, svo ég þurfti að taka fyrir eyrun !!!
"ég ætlaði að prufa hljómgæðin! áttu ekki klassík ???"
"en þetta er verðlaunatónlist !"
"já en ég þarf að prufa hljómgæðin!"eftir 2 námskeið í hljóðblöndun veit ég uppá hár hvað gert er við tíðnisviðin í poppi, fyrir utan að það er compressað til dauða!
aumingja afgreiðslumaðurinn fór og náði í annan disk: Andrea Boccelli !!!
þá féllust mér hendur
"má ég ekki bara velja sjálf ?"
"uh, jújú"greyið skildi ekkert í þessari erfiðu kasóléttu konu, sem skilgreinir Boccelli líka sem popp
sem betur fer fann ég fljótlega Nýheimssynfóníu Dvorak, með góðu crescendo í byrjun og lúðrum og öllum litrófum tónlistar, sem er það sem þarf til að prufa hljómgæði.
þá hófust prufurnar :þ
ég blastaði synfóníunni yfir búðina, hlakkandi innra með mér, því þetta er ein af þessum búðum sem spila allt of háværa leiðindatónlist yfir allt, svo það er ómögulegt að heyra í græjunum án þess virkilega að hækka ;)
og svo í næstu græjum
og í næstu
en þessar vegggræjur bara gátu ekki gert Dvorak almennilega skil...
ég fór því að horfa á græjur með alvöru hátölurum
ekkert svo mikið dýrari...
síðan höfum við farið í El-Giganten (Elkó) og blastað Fiðlukonsert Tchaikovskys, og alltaf í örlítið betri hátölurum...
á morgun eða hinn ætlum við í stærri Fona búð að skoða tónlistar-oriented heimabíókerfi frá Sony, á 2500 DKR, með útvarpi og alles. aðeins meira en upprunalegi 1000 kallinn sem átti að fara í þetta...
Andrés skilur ekki alveg hvað það er sem ég hlusta eftir, en góð klassík úr góðum græjum með frábærum EQ getur gefið mér gæsahúð og kallað fram tárin
akkúrat núna er ég hlusta á Khachaturian úr pínulitlu tölvuhátölurunum sem ég keypti í Tölvulistanum fyrir 3 árum...
bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, EQ og alvöru hátölurum
:D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli