18 júní 2008

alltaf á leiðinni...

jæja, eins og allir nema verstu karlrembur eiga að vita, þá er 420% starf að vera mamma (þ.e.a.s. 24/7)

amk. gef ég mig 110% í það, og því ekki mikill tími til að blogga

ef hann Pétur minn sefur, þá nota ég tækifærið og annað hvort sef, fer út að labba, gríp mér eitthvað í gogginn, eða tek til

og núna á ég að vera að semja tónlist og vesenast í brúðkaupsundirbúningi

þegar hann er vakandi þá er spjallað, sungið og leikið af mikilli gleði :D

Pétur Hugi vex og dafnar alveg einstaklega vel, er 3ggja mánaða á morgun, algjör orkubolti og getur spjallað og spjallað og leikið sér lengi í baði.
Hann er að nálgast 7 kíló og verður bráðum kominn uppí stærð 74 - sem þýðir að hann er algjör risi. Hann er samt alls engin bolla, bara langur og flottur hasarkroppur með sixpack og alles, því hann spriklar svo mikið og hamast þegar hann þarf að prumpa.

ég hef átt erfitt með að hafa áhuga á nokkru öðru en honum, fyrir utan kannski tónlist og alheimspólitík, sem skiptir miklu máli fyrir hann, þó á ólíkan hátt.

við erum búin að kaupa píanóið og svo höldum við auðvitað með Obama, þó það sé alls ekki víst að hann eigi eftir að bæta ástandið í heiminum - hann getur þó varla gert það verra - vonum bara að fíflið ráðist ekki á Íran áður en við losnum við það.


en þetta átti bara að vera svona stutt til að láta vita að við komum HEIM á mánudaginn, 23. júní :)

hlakka til að sjá ykkur,

knús og kossar

:Dagbjört

p.s. eru Íslendingar orðnir bjánar upp til hópa? ísbirnir eru stórhættulegir, ekki litlir sætir bangsalingar! við gætum auðvitað flutt þá inn og farið að ganga með riffla í hvert skipti sem við hættum okkur út úr bílunum fyrir utan bæinn...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli