01 mars 2008

sms listi

jæja, það gengur frekar brösuglega að hætta að vinna!

þurfti að sitja við í 4 tíma í gærkvöldi og redda einhverju og svo fóru nokkrir tímar í tölvupóstskrif í morgun. en svona er það þegar maður reddar afleysara á elleftu stundu, og er sá eini sem kann á kóðann...

þetta er samt alveg að verða búið, á bara eftir að skrifa svo sem einn tölvupóst og svo eiga þeir kannski eftir að hringja eitthvað í vikunni. afleysarinn er samt mjög ákveðinn í að trufla mig ekki, enda tveggja barna faðir :)

þetta á nú bara að vera svona stutt blogg í þetta skiptið. mér líður vel þegar ég næ að hvíla mig, og drengurinn minn vex og dafnar, sparkar og hreyfir sig á hverjum degi, og er vel skorðaður. kominn vel yfir 3 kg, og ef hann bíður fram á settan dag, 14. mars, verður hann væntanlega einhvers staðar á milli 3500 og 4000 gr

það eru ennþá 2 vikur í hann, en allt í einu virðast allir í kringum mig orðnir svaka spenntir, eins og hann gæti komið þá og þegar. þess vegna ákvað ég að útbúa svona sms-lista fyrir Andrés, svo þeir sem gjarnan vilja fá sms þegar hann er kominn í heiminn (eða nokkrum tímum síðar líklega, þegar hann er sofnaður), eru vinsamlegast beðnir um að láta mig vita :)

ennþá virðist honum líða vel þarna inni, sérstaklega þegar mamma hans nær að slappa af ;)

meira seinna

:Dagbjört sem er komin 38 vikur á leið og ætlar að fara að hvíla sig núna :p

2 ummæli:

  1. Bíð spennt en ætla ekki að bögga þig. Er svo nýlega búin að upplifa þetta sjálf.

    SvaraEyða
  2. Ég vil gjarnan fá tilkynningu - en ég held mér nægi alveg að fá hana í tölvupósti :0) svo þú mátt endilega setja mig á "vill fá að vita, en kannski ekki með sms-i um miðja nótt" listann :0)

    Knús sætust, og farðu vel með þig!
    Hófí

    SvaraEyða