og ég er farin að hlakka SVO mikið til
í fyrramálið 1. des ELDSNEMMA flýg ég til Noregs í jólabakstur, hygge og fjör hjá storesös, strákunum hennar og litlu snúllunni þeirra sem fæddist fyrir akkúrat 4 vikum í gær :D
verð þar um helgina en á meðan þarf aumingja Andrés að fara í 2 julefrokost-a, en danski julefrokost-inn er nú efni í heilt blogg út af fyrir sig...
svo á miðvikudaginn 6. des þá förum við á Svanavatnið í nýja æðislega óperuhúsinu, en ég hef ALDREI séð það, þó ég hafi kunnað ALLA tónlistina utanað í áratugi ! Keypti æðislega fín sæti fyrir alveg helling af peningum, því ef maður ætlar á uppáhalds balletinn sinn á annað borð, þá er eins gott að gera það almennilega. (best að taka síðpilsið upp og reyna að slétta það á eftir)
og á föstudaginn 8. des þá fæ ég "the next best thing" við að fá mömmu í heimsókn, þ.e. systur hennar mömmu :D Þau hjónin verða hérna í Köben þá helgi og Andrés yfirkokkur ætlar að elda eitthvað voða gott handa þeim :D jibbíí ! Hún er nebblilega uppáhalds móðursystir mín í öllum heiminum ;)
laugardaginn 9. des mætum við snemma til Mie og Henrik (sem eru vinir okkar í sömu raðhúsalengju) þar sem við verðum allan daginn við jólabakstur með jólaglögg í góðra vina hópi, á meðan ættin heima sker út laufabrauðin án mín...
laugardaginn 16. des verður svo julefrokost hjá vinahópnum, og ég er fyrsta kærastan hans Andrésar sem kemur þangað í annað skiptið :D (við erum jú komin yfir 15 mánuði saman)
Það var mjög gaman í fyrra en verður margfalt skemmtilegra núna því ég þekki þau öll svo miklu betur og tala líka betri dönsku. Vinir hans Andrésar eru barasta alveg meiriháttar :D
sunnudaginn 17. des kemur tengdó til landsins og þá verður nú örugglega eitthvað hygge (frábært orð sem því miður vantar í Íslensku) með þeim hjúum áður en þau fljúga til Cairo...
þriðjudaginn 19. des (held ég) verður svo karlinn minn búinn í skólanum, og konið mitt líka einhvern tímann um þetta leyti, og svo þarf maður að kaupa jólatré og skreyta skreyta, thíhíhí
laugardaginn 23. des er það svo ég sjálf sem sýð hangikjötið!!! í fyrsta skipti. Það fer í pottinn seint um kvöldið, sýður vel og lengi, og er svo látið standa í honum alla nóttina :p
og svo eru barasta komin jól jól jól!!!
og ég er búin að kaupa hvorki meira né minna en 10 jólagjafir af 18, en búin að ákveða um það bil allar hinar líka, svo þá þetta nú bara fjör héðan í frá.
og svo keypti ég líka soldið handa sjálfri mér...
;)
*knús og kossar*
:Dagbjört jóladís
30 nóvember 2006
Desember á morgun!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli