Hún Hafrún mín var með voða sniðugan leik á síðunni sinni sem heitir
Ef líf þitt væri bíómynd, hvernig væri tónlistin í henni?
Og reglurnar eru:
1.Opnaðu spilarann sem þú notar (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Settu á shuffle
3. Ýttu á spila(play)
4. fyrir hverja spurningu seturðu það lag sem er að spilast
5. Þegar þú ferð í næstu spurningu, ýttirðu á next takkan fyrir næsta lag.
6. Ekki svindla og þykjast vera kúl settu inn hvaða lag kemur…
Ég hef ákveðið að setja iPodinn minn á shuffle, en auðvitað var ég alls ekki með svona kúl tónlistarsmekk fyrir 10 árum og hvað þá fyrr :p
Opnunarlag: The Fool on the Hill / The Beatles / Magical Mystery Tour (LOL - vel byrjar það)
Vöknun: Weeping Willow / The Verve / Urban Hymns
Fyrsti skóladagur: Corpus Christi Carol /Jeff Buckley / Grace
Árið í Edinborg: Luktar-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir & Tríó Guðmundar Guðmundssonar / Gling Gló
Gaggó: Saturn The Bringer of Old Age / Holst / The Planets (já gott ef ég var ekki byrjuð að hlusta á klassík í gaggó)
árin í MH: Mr. Tambourine Man / Bob Dylan / The Essential Bob Dylan 1 (Ég var samt ekki ein af þeim 50% sem reykti hass í MH)
Skólaball: Summer is gone / Jet Black Joe / You ain't here (jeij ! Jet Black Joe var sko it þegar ég var að byrja í menntó)
Ævintýrið í Miðausturlöndum: Dream Brother / Jeff Buckley / Live a l'Olympia (kúl)
Kærastastand: Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey / The Beatles / The White Album (hahahahahahaha, myndi kannski ekki kalla hann apa...)
Háskólakona: With these hands / Tom Jones / Edward Scissorhands (Tom Jones??? fylgdi víst með Edward Scissorhands Soundtrackinu, en ég skippa alltaf yfir þetta lag. Er samt ekkert hræðilegt núna þegar ég heyri það. En samt, Tom Jones !!! ógeð dónakall með litað hár frameftir aldri :s)
Ástarsorg: Run to the Water / Live / The Distance to Here ( "I will not be moved", "Let yourself be wounded", "Rest easy baby". Passar vel. Og bara æðislegt lag, svo ég ætla að hlusta á það áður en ég svara næsta)
Kanada: Sulk / Radiohead / The Bends (LOL! Well, what can I say, Canada wasn't all that great....)
Söngskóladís: Squeeze Box / The Who / The Who's Greatest Hits (Kannski ekki alveg "ég" lag, soldið gamaldags rokk, en titillinn passar ágætlega :p)
Baráttulag: China Girl / David Bowie / ... (thíhíhí)
Ástfangin: Happy Jack / The Who / The Who's Greatest Hits (hmmmm, hefði nú valið "Nothing Else Matters". Kannski sé kominn tími til að taka The Who útaf ipodnum. Var að gefa þeim séns, því þeir sömdu jú "My Generation" ofl.)
Köben: You / Radiohead / Pablo Honey ( "You are the sun and moon and stars" "I could never run away from you" awwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww og æði rokkgítar)
Fæðing barns: The Christmas Song / Maren Ord /Christmas Songs [Nettwerk] (þetta er ansi góður Kanadískur jóladiskur, með m.a. Barenaked ladies og Söruh McLachlan, og reyndar stöku lagi sem ég hleyp yfirleitt yfir. En hvað, á ég að eignast jólabarn eða fæ ég kannski að geta barn um jólin :þ ? Maren Ord er annars voða kósí söngkona, kannski ég ætti að athuga með að nota hana sem slökunartónlist við fæðingu, skylst á storesös að það muni miklu að hafa góða tónlist :þ)
Streð: IV Offertorium No. 2 Hostias / Mozart / Requiem (hmmmm, þetta er tónlistin sem ég ætla að deyja við, vona að ég deyji ekki fyrir aldur fram... Eitt flottasta tónverk í heimi)
Ellin: Kinetic / Radiohead / Pyramid Song ( F**k, hljómar eins og ég verði með Alzheimer. Ringlað lag.)
Dauðasenan: Savoy Truffle / The Beatles / The White Album (hmmm, ekki alveg. Fer að efast um þetta shuffle, er þetta ekki 3. lagið af White Album? )
Jarðarfararlagið: Quando m'en vo / Verdi / La Bohem ( Já takk! Opera! mmmmm)
Lokalagið: Mín jól / Dagbjört dís / Jóladiskurinn í fyrra (:D Vel við hæfi að enda á lagi eftir mig sjálfa :þ)
jæja, ætli sé ekki best að senda Andrési SMS með "You are the sun and moon and stars" :þ
og spá svo hvaða lög ég myndi sjálf velja. Sakna soldið Arvo Pärt af listanum, hann er jú stórt númer á iPodnum mínum. Held ég myndi velja hann í Ellina
Engin ummæli:
Skrifa ummæli