20 nóvember 2006

frystikista sem hlær

ja, eða fær hún mig amk til að hlæja :D

var að koma heim, glorhungruð og ekki of glöð yfir því að þurfa að fara útí búð til að kaupa í matinn, þegar ég mundi að ég á frystikistu FULLA af mat :D

jeij

nú get ég skellt matnum á pönnuna og hann verður tilbúinn eftir 15 mín

húrra húrra húrra

við Andrés fórum loksins og fjárfestum í einni góðri 200 lítra Frystikistu sem passar svona akkúrat í útskot í þvottahúsinu og er kjörinn til að brjóta saman þvott á :þ

OG líka uppþvottavél, en eins og flestir vita þá var uppþvotturinn það húsverk sem var hvað mest að drepa okkur (já og innkaupin því við erum með svo lítinn ísskáp og þurftum að fara á hverjum degi í búðina áður)

ég reikna með að klukkutímunum sem ég eyði í húsverk fækki við þetta um svona 7-10 á viku

jibbbbbbbbbbíííííííí

já ég er ekki mikil húsverkakona, það er svona helst þvotturinn sem ég stend mig vel í og þrifin þegar ég kem mér í gang.

við vorum líka svo slæm að þegar við vorum búin að panta uppþvottavélina, á laugardegi, þá vöskuðum við ekkert upp aftur alla vikuna, þangað til við fengum hana í gagnið á föstudegi. við bara komum okkur alltaf undan því ;)

eldhúsið var auðvitað í rúst....
en nú er það alltaf frekar snyrtilegt og fínt, og svosem ekki mikið mál að þvo einn eða tvo potta ;)

best að fara að fá sér að borða og nota svo þennan auka klukkutíma sem ég græddi í dag, þökk sé frystikistu og uppþvottavél, í að vinna í jólatónlistinni ;)

knús og kossar allir

p.s. það fyrsta sem fór ofan í frystikistuna var alíslenskt úrbeinað eðal hangikjötslæri, sérreykt frá mömmu, sem verður í matinn á jóladag :D

2 ummæli:

  1. Hvar komuð þið uppþvottavél fyrir í eldhúsinu ykkar ?? ég bara spyr.....

    SvaraEyða
  2. :D
    þetta er sko svona lítil borðuppþvottavél, sem tekur akkúrat það sem við tvö notum á einum degi.
    Hún stendur uppi á eldhúsbekknum á milli vasksins og gluggans, og er smellt á kranann áður en hún er sett í gang, og smellt af þegar hún er búin. Voða sniðugt fyrir svona lítil eldhús :þ

    SvaraEyða