síðan líffræðinördinn minn fór að læra um plöntur, þá má varla senda hann einan út í búð án þess að hann komi heim með ný pottablóm.
fyrst voru það tvær kjötætuplöntur, sem við dunduðum okkur við að gefa flugur og köngulær í haust, svo þrjár litlar plöntur í sambýli, svo bonzai tré og bleikur nóvemberkaktus og annar hvítur og brómelía og svo...
já svo einn föstudaginn (fyrir 1 og 1/2 viku) hringdi dyrabjallan og fyrir utan stóð sendill með blómvönd til Andrésar. Andrés var ekki heima svo ég setti blómin í vatn, og sendi honum SMS "það var verið að senda þér blóm"
aumingja Andrés fór alveg í kerfi
"hver myndi senda mér blóm?"
"allir sem vita hvar ég bý, vita að ég á kærustu!!!"
thíhí
ég vissi sko alveg frá hverjum þau voru. þau voru frá vinnunni minni, til að bæta makanum mínum óhóflegt vinnuálag á mér þá vikuna...
svo kom Andrés heim með æðislegar bleikar rósir í potti (sem hann vissi að mig langaði í) og sagði að fyrst hann fengi blóm þá ætti ég að fá líka
blómvöndurinn er að sjálfsögðu dauður (enda heimsins mesti hégómi að rækta blóm til að vera falleg í 3 daga og deyja svo - finnst okkur pottaplöntufólkinu), en rósirnar mínar verða bara fallegri og fallegri
svo má ekki gleyma risa-friðarliljunni sem m&p gáfu okkur í auka-innflutningsgjöf (stóra innflutningsgjöfin var æðisleg gluggatjöld í stofuna)
samtals gera þetta svo 11 pottablóm :þ
og bleiki nóvemberkaktusinn er allur að blómstra og stofan er bara svo heimilisleg og fín :D
*knús*
:Dagbjört blómadís
06 nóvember 2006
blóm blóm og meiri blóm
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Þú verður að fara að setja inn myndir af íbúðinni ykkar. Maður er orðinn svo forvitinn að vita hvernig þetta lítur út! :)
SvaraEyðaÚff blóm eru falleg og heimilisleg en ég á svo erfitt með að muna að vökva þau og nú þegar við fluttum og mamma hætti að passa einn dag í viku þá gaf ég henni þesi tvo sem enn lifðu til að bjarga þeim. ;o) Sem sagt engin blóm á þessu heimili. spurning hvort ég myndi frekar eftir þeim ef ég ætti áberandi og falleg blóm en ekki einhver tré. finnst reyndar Bonzai tré svo flott og svo nóvemberkaktusar í uppáhaldi síðan ég var barn. og ein kjánalega ástæðan fyrir því er að ég á afmæli í nóvember.
SvaraEyðaThíhí, já þetta snýst svo sannarlega um að hafa einhver svo sýnileg og áberandi að maður gleymi þeim ekki.
SvaraEyðaMamma var alltaf með friðarlilju yfir sjónvarpinu. Þegar hana vantar vatn, þá drúpir hún, svo ef ég hætti að sjá á sjónvarpið, þá var kominn tími til að vökva ;)
já einhvern tíma heyrði ég að verið væri að þróa blóm sem væla þegar þau eru þyrst ... Ekki langar mig í þannig.
SvaraEyða