16 nóvember 2006

Dagur íslenskrar tungu

til hamingju með daginn

Jónas Hallgrímsson fæddist fyrir 199 árum á þessum degi, það hlýtur að verða mikil hátíð næst :D

Afi minn fæddist fyrir 84 árum á þessum degi, en hann dó fyrir 7 árum síðan. Hann var alltaf mjög stoltur af að eiga sama afmælisdag og Jónas :D

Þeir voru báðir skáld og báðir í uppáhaldi hjá mér :D

Ég settist niður í gærkvöldi til að klára þennan blessaða jólalagstexta. Fyrsta erindið er reyndar soldið moð, en ég er mjög ánægð með hin, sérstakleg það þriðja. Það hljóta að vera einhver af genunum hans afa í mér :)

Jólakveðja

Langt í burtu á Norðurslóð
glitrar frost á götu og lóð
veröldin undurhljóð

Jólanótt er enn á ný
í hjarta þínu og rúmi hlý
brosir þú draumi í

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólasnjó
sofðu rótt
dreymi þig frið á jólanótt

Hvar sem ég um jólin fer
heima er í hjarta mér
hugur minn er hjá þér

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólafrið
sofðu rótt
dreymi þig ljós á jólanótt

2 ummæli: