Eurovision
jæja, við veltum fyrir okkur hvort Evrópa myndi fatta grínið, og niðurstaðan var að kannski svona þriðjungur álfunnar annað hvort fattaði þetta eða sá bara keppnina og fannst atriðið kúl í alvöru.
Við lágum í hláturskrampa í einni kássu heima hjá Ernunni, ég, karlinn minn, konið mitt, Guðbjörgin hennar og auðvitað Ernan.
þetta með púið er greinilega mjög Grískt, því ég heyrði ekki betur á laugardaginn en öll lönd sem gáfu Grikkjum fá eða engin stig væru púuð niður.
mér finnst líka alveg ótrúleg hræsni að finnast Silvía vanvirða keppnina miðað við allt klámið sem við þurftum að horfa uppá frá hinum og þessum löndum.
Annars ótrúlega misjafnt hvað löndin leggja mismikið í þessa keppni. Þessi 4 sem halda henni uppi ættu eiginlega bara að hætta að taka þátt ef þeim finnst þetta svona leiðinlegt. Það var frönsk stelpa í Eurovision partýinu hjá Guðbjörgu á laugardaginn og hún baðst afsökunar á hvað franska framlagið var ömurlegt.
við skemmtum okkur annars við það í stigagjöfinni að giska á hvaða lönd fengju 8, 10 og 12 stig frá hverju landi og við höfðum rétt fyrir okkur í hvert einasta sinn!
Frekar einfalt:
Vestur-Evrópulöndin gáfu Finnum 12
Fyrrum Júgóslavnesku löndin gáfu Bosníu 12
Fyrrum Sovétlöndin gáfu Rússum 12
Kýpur gaf Grikkjum 12
osfrv.
svosem ágætt að Lordi vann, en lagið var bara alls ekkert spes af rokklagi að vera, og komst ekki í hálfkvisti við Wig-Wam lagið í fyrra. Þess vegna kaus ég Bosníska lagið, það hafði eitthvað við sig sem önnur lög þarna höfðu ekki. Kannski einlægni. Hefði samt viljað hlusta á það betur, en í Eurovision partýum er auðvitað mest kjaftað og minnst hlustað :p
Da Vinci Code
Skelltum okkur svo í bíó með koninu í gærkvöldi. Hún var sumsé í heimsókn hérna um helgina, er líklega í loftinu akkúrat núna á leiðinni heim.
við vorum frekar ósammála um myndina. Mér fannst Tom Hanks fínn í staðinn fyrir Dan Brown útgáfuna af Langdon, en ég er víst búin að lesa of margar Dan Brown bækur og búin að fá algjört ógeð á hans einvíðu persónusköpun.
Ég var líka fegin að ekkert gerðist á milli þeirra Sophie, því ef Tom Hanks hefði kysst hana Amelie mína hefði ég líklega kastað upp :p+
Myndin er töluvert mildari en bókin þegar ódæðisverkum krikjunnar er lýst, og það er auðvitað synd. 50.000 konur brenndar??? yeah right. nær 5 milljónum. Af hverju er heimurinn ekki tilbúinn til að viðurkenna að nornaveiðarnar voru skipulögð herferð gegn sjálfstæðum og gáfuðum konum? grrrrrrrrrrrrrrr
annars var hún bara svona lala mynd og varla 95 DKR virði, en kannski alveg 800 ISK ;)
það verður annars sjaldan farið í bíó í sumar, svona helst X-Men sem mín bíður eftir :p
mmmm
búin að vera rigning með smá þrumum í dag, en nú er komið glampandi sólskin :D
ilmurinn í garðinum okkar er eftir því, enda hálfgerður frumskógur :p
við erum annars loksins búin að fá fínu þvottavélina, en Andrés er að smíða pall undir hana, því gólfið í þvottahúsinu er allt annað en slétt
held ég hafi aldrei á ævi minni áður hlakkað til að þvo þvotta !
nóg í bili
knús
:Dagbjört
22 maí 2006
hitt og þetta
19 maí 2006
muh...muse
muh
muh
er einhver búinn að heyra nýja Muse lagið???
er í losti
veit ekki hvort ég á að öskra eða grenja eða... hlusta betur?
hvað eru þeir að gera?
er þetta eitthvað alveg nýtt breakthrough dæmi eða flopp eða...
ekki ætla ég að heimta að hljómsveitir staðni...
en
muh
þetta hljómar eins og
muh
popp !
en samt
eitthvað meira
eða ?
hvað varð eiginlega um trommurnar?
hvar kemur Prince inní dæmið?
diskótrommur, Princesöngur, metall og Muse í einum hrærigraut
kannski smá Gorillaz áhrif?
hvað á mér eiginlega að finnast???
muh
muh
M U H ! ! ! !
18 maí 2006
á fóninum í Valby
ég er víst soldið snobbuð á tónlist, því þrátt fyrir að hafa reynt að halda því fram að popp sé bara fínt fyrir þá sem það fíla, þá get ég bara alls ekki hlustað á hvað sem er :S
er samt svo heppinn að kærastastinn minn leyfir mér að mestu að ráða tónlistarvalinu, enda ekkert ósáttur við rokksmekkinn minn.
stundum fær hann samt að setja á Amerískt popprokk eins og t.d. Linkin Park þar sem textinn minnir á slappan Americas Next Top Model þátt ("poor me, you're so mean to me, nobody understands me, nobody notices me, me, me, me") í frekju- eða reiðiskasti ("I won't be ignored!" "I won't waste myself on you!"). Ef þetta lýsir viðhorfi heillar kynslóðar kana til heimsins, þá er ég alls ekki hissa á ástandinu þarna hinum megin.
þá eru nú Dikta textarnir öllu betri, eða reyndar bara alveg frábærir eins og auðvitað lögin - hafa fullt fullt að segja og kallinn minn sammála því.
eru ekki annars allir búnir að kaupa "Hunting for Happiness" plötuna þeirra?
við erum frekar viss um að #2 "Breaking the Waves", sem hefur verið spilað mest í útvarpinu, sé um Bandaríkjaforseta:
"the governor's son, his daddy's new gun, come out and play, lets have some fun"
"break all the rules, ruin the schools, how will they know which one's are the fools?"
svo er hann beðinn um að pakka niður og hætta "nobody wants you and your goddamned lies"
meiriháttar lag alveg.
svo er #3 hugsanlega um Ísrael og Palestínu: "an eye for an eye makes the world go blind"
en #1, það langar mig til að sé um Ísland: "Look around, look around, can believe what you see? It's amazing. They're changing it bit by bit, in tiny babysteps, so you won't notice." lagið heitir Loosing every day og er mjög fallegt.
ef einhver á ekki þessa plötu, þá eru þetta uþb bestu plötukaup sem þú gerir á þessu ári. og nei þið megið ekki brenna hana, maður brennir ekki íslenskt rokk.
ahemm
svo hlustum við auðvitað á helling annað, en mest spilað á ipodnum mínum er Dikta, Jeff Buckley og Cesaria Evora. Mig vantar alveg heilmikið af tónlistinni minni, sem er ennþá heima á Fróni, t.d. Ampop diskurinn minn sem hvarf einhvers staðar í flutningunum :(
smá tónlistargetraun í lokin:
Hvaða hljómsveit byrjaði sem argasta stelpupopp en þróaðist svo út í eina framsæknustu rokkhljómsveit allra tíma?
16 maí 2006
sigur!
í gær unnum við í húsinu frá klukkan 8 um kvöldið og fram að háttatíma við að undirbúa svefnherbergið undir málningu.
í morgun vaknaði ég og fann alls 0 bit!!!
jibbbbbbbbíííííí
þær eru dauðar!!! allar!!!
2 umgangar af eitri virðast hafa dugað til :D
þá er bara að fara að koma sér fyrir !
jibbbííííííííííí!
en best að fara að koma sér að verki, ég er hjá Storebror að vinna þaðan þar til ég fæ netið (á morgun :D)
annars átti ég líka að skila þessu:
Kæra internet!
Andrés biður kærlega að heilsa þér. Hann saknar þín ákaflega mikið eftir að hafa verið án þín í 7 daga, en vonandi fær hann að hitta þig aftur á morgun. Ég held hann sé með væg fráhvarfseinkenni, en það gæti líka verið frjókornaofnæmi. Ekki hafa samt of miklar áhyggjur, ég lánaði honum spennandi bók að lesa á meðan. Ég passa hann líka vel.
knús og kossar,
:Dagbjört
15 maí 2006
flutningur og fleiri íbúar
Andrés kom heim frá Jótlandi, fékk lánaðan bíl, leigði kerru, og flutti okkur svo til Valby í einum grænum á 2 dögum. svona gerast hlutirnir stundum, og bílleysingjar verða að geta brugðist hratt við þegar hleypur á snærið.
á fimmtudagsmorguninn vöknuðum við í nýja húsinu okkar klukkan 06 um morguninn. eins og er sofum við í stofunni, því til stendur að mála svefnherbergið. það var hins vegar orðið svo bjart í gluggatjaldalausri stofunni klukkan 06, að við gátum bara ekki sofið lengur.
Andrés lét renna í bað handa okkur, en ekki tókst það betur en svo að heita vatnið dugði ekki í eitt baðker. Við fórum því í kalt bað.
Svo bjó hann til hafragraut handa okkur, en við áttum enga mjólk, og langt þangað til búðir opnuðu, svo mín fékk sér ávaxtadjús útá hafragrautinn.
þarna sátum við svo, nýkomin úr köldu baði, borðandi hafragraut með ávaxtadjús, og brostum út að eyrum yfir að vera komin í nýja húsið okkar.
svo drifum við okkur út að versla flóameðal, því einhverra hluta vegna vorum við komin með ný skordýrabit á hverjum morgni frá mánudeginum, og einmitt þennan morgun sáum við tvær flær stökkva um á löppunum á Andrési. við fundum ekkert flóameðal, en var sagt að þvo öll fötin okkar og okkur sjálf vel... það vorum við svosem búin að gera, nýkomin úr köldu baði.
fyrst héldum við að ég hefði fengið þetta í dýragarðinum, því ég var bitin fyrst, en svo var nú ekki, enda ekki flær sem halda sig á mönnum.
konan sem leigði þetta gamla hús á undan okkur (einstæð móðir með tvö börn), var með tvo ketti. kettirnir voru með flær, og flærnar voru búnar að verpa í glufunum í parketinu. ójá, nýja bjarta húsinu okkar fylgdu ansi margir íbúar sem neita að fara, og við erum nú að berjast við að útrýma. þær stökkva á okkur upp af gólfinu, drekka sig saddar, og fara svo.
erum búin að eitra tvisvar og í morgun leit þetta frekar vel út, en það er ekki víst að við losnum alveg við þær fyrr en við fáum þvottavél. hana erum við búin að kaupa, og fáum vonandi senda næstu daga. Erum annars búin með öll lökin og ég er í seinustu buxunum.
þetta hefur svo aftur valdið því að við erum ekki búin að koma miklu í verk í húsinu. það er ekkert svakalega girnilegt að fara að mála meðan verið er að éta mann.
en ég er að mestu búin að venja mig við danska hraðann.
hlutirnir gerast, hægt og rólega. en þeir gerast samt. á endanum.
knús og kossar,
:Dagbjört útétna
06 maí 2006
og um húsið
við fengum lyklana afhenta í fyrrakvöld :D
flest lítur alveg ágætlega út, nema eldhúsið, sem er hálfgerð martröð, illa skipulagt, með ogguponsupínulitlum ísskápi og vask-, eldavélar- og bekkhæð frá miðri síðustu öld þegar konur voru um 1,50 m
ég hef nú þegar mjög slæma reynslu af svoleiðis lágum vöskum, frá því ég bjó á Reynimelnum. þá var ekki hægt að vaska upp meira en svona vaskafatsfylli í einu, svo þurfti að taka amk klukkutímapásu til að jafna sig í bakinu!
við erum hætt við að gera nýtt eldhús alveg strax, en eitthvað þarf þó að gera við þetta...
karlinn minn stakk af til Jótlands í gær - til að láta breyta sér í köfunarkennara - og kemur ekki heim fyrr en annað kvöld, svo ég ætla að reyna að gera herlegheitin hrein eins og hægt er í dag. Andrés er með ofnæmi fyrir köttum, og þarna voru tveir! svo það verður bara ipodinn í botni og ryksugan á fullu.
veðrið hérna er hreint út sagt æði. eins og bestu júlídagar á Íslandi mestalla vikuna, og ennþá núna um helgina. stuttbuxur, pils og hlírabolir eru málið :)
er búin að vinna allt of mikið uppá síðkastið, en nú er það að lagast, og ég skrapp með Ernunni minni niðrá Nörreport í gær að sötra hanastél :þ
svo ætla ég að fara með gríslingunum hans storebror í dýragarðinn á morgun og virkilega njóta veðurblíðunnar.
enn meiri knús og kossar,
:Dagbjört sólskinsdís
hljóðfærabrjálæðingur
eins og það hafi ekki verið nóg fyrir mig að kaupa rafmagnsgítar fyrir 2 mánuðum, þá er ég núna búin fjárfesta í rafmagnspíanói!!!
sem einfaldlega þýðir:
(syngist)
ég er komin með píanó, húrra húrra húrraaaaa!!!
Roland heitir það, og mætti inná stofugólf hjá mér í gær. Vaknaði í morgun og settist við. Ég má spila þó klukkan sé 8 að laugardagsmorgni, eða jafnvel niðdimm nótt, því ég get bæði skrúfað niður og notað heyrnartól.
mmmmmmmmm
svo er bara að byrja að safna fyrir "the real thing"
knús á alla
:Dagbjört