í Ísrael var maður með gul augu
það var óhugnalegt, og þar af leiðandi treysti ég honum ekki
hann var þjálfari og sundvörður
einn góðan veðurdag, þegar ég hafði ákveðið að skella mér til sunds (yfirleitt lágum við sjálfboðaliðarnir bara við sundlaugina flestalla eftirmiðdaga án þess að hreyfa okkur) og taka nokkur vel valin skriðsundstök, þá kom hann til mín við bakkann
"Þú erfiðar allt of mikið! Þetta þarf ekki að vera svona mikið mál!"
"ha? hvað meinarðu?"
"Þú syndir á móti sjálfri þér!"
og vátsj hvað ég varð móðguð!
þessi guleygði ótraustvekjandi vöðvabolti var að segja mér til í skriðsundi
mér sem æfði sund með Ármanni (já, einmitt í heila 3 mánuði 5 árum áður)
þvílík karlremba!
hehehe...
ahemm
en þó ég gæti auðvitað ekki viðurkennt það fyrir honum, þá fór ég samt að pæla í þessu
auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, ég buslaði eins og algjör hálfviti þegar ég synti skriðsund (og kannski var það þess vegna sem það leið næstum yfir mig á þessu eina sundmóti sem ég keppti á '91)
um haustið, þegar ég var komin heim, þá fór ég að prófa mig áfram með að taka minna á, og njóta þess frekar að synda skriðsund, og viti menn: ég fór miklu hraðar!
auk þess var það töluvert skemmtilegra, og ég var aldrei lengur næstum drukknuð...
einhver punktur?
jú, ég held að þetta sé ágætis pæling fyrir krilljón aðra hluti í tilverunni :)
tökum t.d. líf í stórborg
þar er alltaf nóg af fólki sem er alveg að drukkna og tekur allt of mikið á
fólki sem líður ekki vel og finnst alls ekkert skemmtilegt að synda skriðsund, þó það myndi aldrei viðurkenna það...
fólki sem syndir á móti sjálfu sér
reynir of mikið og skilur ekki af hverju þeim miðar svona hægt
á meðan aðrir bara slaka á og gera hlutina eðlilega og án áreynslu og líða einhvern veginn fram úr buslukollunum
og fólk sem ofhugsar alla skapaða hluti...
og fólk sem reynir svo mikið að syngja að það vinnur á móti tónlistinni...
úff og ég þekkti einu sinni mann sem skrifaði alltaf svo geðveikt kúl og sniðugan kóða að hann virkaði aldrei...
jamms, best að passa sig að synda ekki of mikið á móti sjálfri sér :)
:D
en að synda á móti straumnum, það er allt annar handleggur! kona verður örugglega alveg súpersterk af því ;)
13 febrúar 2005
að synda á móti sjálfri sér
11 febrúar 2005
spítalalíf - eða eitthvað þannig
mánudagur:
útskolun
ég vil sem minnst segja um þetta annað en að ég er heimsmeistari í ógeðsdrykkju
enginn, enginn! getur sigrað mig
ég drakk 3 lítra af "sápu" á 3 klukkutímum
þvílíkur viðbjóður
"auka"verkanirnar voru bara hlægilegar miðað við bragðið
ojbara
og svo mátti ég ekkert borða, ekki einu sinni ís!
bara drekka
bleah
fór mjög svöng að sofa
þriðjudagur:
á leiðinni uppá skurðstofu:
"komdu sæl ég heiti ... hver er kennitalan þín?"
"090977..."
"komdu sæl ég heiti ... hver er kennitalan þín?"
"0909..."
"hérna settu á þig þessa húfu"
á skurðarborðinu:
konur
hlýjar konur
skurðhjúkrunarfræðingar
svæfingahjúkrunarfræðingar
læknar
"jæja, þú ákvaðst að mæta!"
allt konur
ein strauk á mér hendina á meðan önnur leitaði að æð á hinni
"þú ert bara með títlur"
neyddist til að setja í mig barnanál
bara fyndið
hlýjar konur
svo kom karl og sagði:
"þú finnur fyrir smá sting í handleggnum"
AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHH
veit ekki alveg hvernig ég fór að því að rífa ekki til mín handlegginn og æpa ekki eftir því sem verkurinn færðist ofar og varð óbærilegri
skiptir svo sem ekki máli
svo var allt svart
klukkan var 8:15
vöknun:
einhver að tala
tvær konur
soldið frá
klukkan á veggnum
rúmlega 11
af hverju var ég svona lengi?
smá myrkur aftur
einhver að gráta við hliðina á mér
annar sjúklingur
missti...
lít niður á mig
allt á sínum stað
enginn skurður
bara 4 lítil göt
blóðþrýstingsmælirinn kremur á mér handlegginn með reglulegu millibili
smá myrkur aftur
einhver að tala um botnlanga
"hvenær kom ég hingað?"
"hálf ellefu"
af hverju var ég svona lengi?
hmmm, fyrst ég þarf að liggja þarna hálf útúr heiminum þá borgar sig að nota tímann og æfa sig í tónheyrn
"fyrirgefðu, geturðu nefnt mér lag, bara eitthvað lag?"
"ha? viltu hlusta á tónlist?"
"nei, þarf bara nafn á lagi. svo greini ég það í hausnum á mér"
"uh... kannski bara eitthvað með Ragnheiði Gröndal"
"takk"
meira myrkur á meðan "sólin brennir nóttina" rennur í gegnum hausinn á mér
solfa nöfnin neita að koma
pípípípípípípíp....
einhver kemur hlaupandi
pípíð hættir
"ertu dugleg í ræktinni?"
"afhverju spyrðu?"
"þú er með svo hægan púls! kannski ertu bara svona afslöppuð!"
úje! ég er afslöppuð!
þú ert athvarf mitt bla bla bla fyrir og eftir sólarlag...
pípípípípípíp....
kemur aftur hlaupandi
það er aldeilis að ég er róleg! púlsinn minn er svo hægur að mælarnir halda að ég sé að "krasssa" tíhí!
á deildinni:
mamma í móðu
"af hverju var ég svona lengi! viltu spurja! get ekki beðið!"
slæmar fréttir
grátur
"ég er hálf kona"
sussusssusssusss
"ég trúi þessu ekki"
susssussussussusss
"viltu hlusta á tónlist?"
"já Arvo Pärt!"
Cantata í minningu Brittens
mamma farin í vinnuna
svo Kråkevik
svo Elsa Sigfúss
Mozart Requiem var bara of
hvenær kemur læknirinn?
hvað er klukkan?
hvað er klukkan?
svo kom læknirinn
"nei nei nei, tókum bara botnlangann, þess vegna tók þetta svona langan tíma"
"ó" :)
rangar fréttir
ég er heil kona
en ekki allar konurnar sem liggja í kringum mig
kannski pínu ljótt að vera Pollýanna, en hvernig er annað hægt?
ég vildi bara fara heim
og borða
en nei
enginn matur strax og engin heimferð strax...
miðvikudagur:
vaknaði allt of snemma
það er SVO leiðinlegt að liggja á spítala
alveg jafn leiðinlegt og síðast (fyrir 23 árum)
best að segja sem minnst um það
fékk allavega loksins að borða
og svo LOKSINS eftir hádegi að fara heim
halelúja
annars er alveg merkilegt með kviðvöðvana, að maður barasta notar þá í allt
standa upp
setjast upp
setjast niður
leggjast
velta sér
fattar það þegar maður er með 4 göt á maganum
sem eru að gróa...
botnlangalaus
jah, sko! það er frekar augljóst að það les enginn þetta blogg (sem er auddað mér að kenna fyrir að hafa þagað of mikið) svo ég get barasta sagt hvað sem ég vil
get til dæmis sagt að...
nei, djók!
einmitt þegar maður gerir það, þá fara einhverjir skrípalingar að lesa og brjálast alveg.
svo
kannski bara einhver útgáfa af því sem gerðist...
:D
04 febrúar 2005
paradís
mmmmmmmmmm
var í paradís í morgun
alein
í heilli glænýrri 25x50 metra stórri glæsisundlaug
hafði hana alla út af fyrir mig
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
(reyndar komu svo einhverjir krakkar á sundnámskeiði, en vá, laugin er svo stór að kona tók ekkert eftir því!)
það er svo gott að synda þarna - mmmmmmmmmmmmmmmmm
tók bara mitt standard 1K, en er að spá í að fara á sunnudaginn og taka 1,5K eða jafnvel 2K
tvennt skrítið
- sundbolurinn minn er ónýtur svo ég neyðist nú til að nota bíkíníið, þrátt fyrir að vera í innilaug, og finnst það virka voða svona show-offish
- þegar kona notar búningsklefana ræktar-megin, þá þarf kona að ganga langa leið eftir löngum og gjörsamlega deserted gangi - rennandi blaut í bíkíní.. - pínu spúkí - og mér leið eins og væri verið að fylgjast með ganginum einhvern veginn... eins gott að vera annað hvort nokkuð sátt við kroppinn eða nokk sama...
thíhí
:D
02 febrúar 2005
skrímslið
hmmm sko
ég held ég hafi fjarlægt skrímslisbloggið frá því í haust
af því að einhver kjánaprik héldu að ég væri ólett
glætan!!!
smá leiðbeiningar í dagbjörtísku:
fóstur myndu aldrei nokkurn tímann kallast skrímsli, jafnvel þó þau væru slys. fóstur myndu heita fiðrildi eða kríli eða pínufólk eða agnaragnir eða eitthvað álíka knúsilegt.
skrímsli eru ljótir og leiðinlegir aðskotahlutir, eins og t.d. ógeðið í alien
mitt skrímsli er reyndar alls ekkert hræðilegt né hættulegt
það er einfaldlega egg með mikilmennskubrjálæði - sem mér skilst að sé mjög algengt meðal barnlausra kvenna :S
það getur hins vegar valdið alveg hreint ferlegum sársauka - þekkti eina þar sem það sprakk!!! ouch!
það er sumsé alveg bókstaflega verið að refsa mér fyrir að vera ekki búin að sinna skyldu minni við mannkynið...
en allvega
þetta vandræðaskrímsli er búið að vera þarna síðan í haust og neitar að fara, þó við séum búin að reyna að eitra fyrir því og alles. þess vegna verður að stinga á mig göt og stúta því. og þá verð ég eins og nýsleginn túskildingur :)
og hananú!
:D
p.s. ég kalla reyndar stundum konið mitt líka skrímsli, en það er af því að hún getur verið alveg stórhættuleg...
p.p.s. en það er ekki konið mitt sem er inní mér
p.p.p.s. og ætli ég verið ekki að hætta að kalla hana konið mitt, því hún er farin frá mér...
að blogga sem mér bæri
þetta er nú farið að verða svolítið þreytandi
á daginn
þegar ég er í vinnunni eða skólanum
þá er allveg fullt af hlutum í kollinum á mér sem mig langar til að tjá mig um
eins og
öll þessi stelpur á móti strákum bréf sem ganga fyrirtækja á milli
svo lame
eða greinar um að konur geti ekkert í raungreinum
hvað er ég þá? klæðskiptingur?
eða á hvaða land ræðst fjórða ríkið (BNA) næst
frekar augljóst
eða jafnvel hæ-þetta-er-ég-og-mitt-líf-er-svona-þessa-dagana
tja...
en sko
þegar ég kem heim á kvöldin
eftir klukkan tíu
þá er bara ekki minnsti snefill af hugsun eftir í hausnum á mér
orðið
annars er það helst af mér að frétta að ég er á alveg hreint frábæru pilates námskeiði, nemendaóperan er að setja upp senur - þar sem ég syng Meg úr Falstaff - frumsýnt í byrjun mars, leiðinlegasta verkefni aldarinnar búið í vinnunni svo nú er aftur orðið gaman þar, bráðum fer ég til storesös á skíði, Þrymur dýrkar mig (kannski ég hafi verið búin að koma því að), konið mitt er farið frá mér, Færeyskur baritón fluttur inn í staðinn, í næstu viku verða gerð þrjú göt á bumbuna á mér til að taka burt skrímslið - svo ég syng kannski ekki voða mikið þá vikuna...
en það sem er mest scary af öllu er auðvitað lokaprófið í hljómfræði sem færist ógnvænlega nær og nær. íííííííííííííííííííííííííííííííík!!!!!!!!
:D