"hvaða vikudagur er áttundi áttundi núllátta?" spurði Andrés fyrir nokkrum vikum
*hint hint*
...
við Andrés eigum voða erfitt með að slíta okkur hvort frá öðru á morgnanna. Okkur tekst stundum að vakna uppúr 6, en förum sjaldnast á fætur fyrir klukkan 7.
Í morgun var svo útvarpsvekjarinn með hljóðið skrúfað niður, svo við sváfum fastast til klukkan 8 :)
það þýddi samt ekki að við stykkjum upp og drifum okkur af stað. Andrés er í próflestrarfríi, og ég bara er ekki þannig manneskja.
og þó ég færi framúr og klæddi mig var hann líka alltaf að toga mig aftur til sín. þannig er hann soldið.
svo bað hann mig að giftast sér :D
og ég sagði auðvitað já, enda ekki erfið spurning :)
svo nú erum við trúlofuð, fyrir þá sem ekki eru ennþá búnir að frétta það, og brúðkaup er áætlað í júlí eða ágúst 2008
samt ekki 8. ágúst, engar áhyggjur afmælisbörn, það er ekki einu sinni laugardagur, eins og útskýrði fyrir Andrési þegar hann spurði ;)
góða helgi allir
*knús og kossar*
:Dagbjört trúlofaða
30 mars 2007
lofuð
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Til hamingju með það fallega fólk:)
SvaraEyðaInnilega til hamingju aftur þið eruð svo perfect match.
SvaraEyða777 er tala Guðs, en 888 er tala Jesú ;-)
SvaraEyðads