Jæja, þá er þetta loksins komið á hreint!
Ég flýg út til Kaupmannahafnar á föstudagsmorguninn, þann næsta, og verð þar með flutt til Köben :)
Ég flutti út úr Grænuhlíðinni um (þar)síðustu helgi, og er að fara að afhenda lyklana núna á eftir.
Ég veit ég hef ekki getað hitt alla ennþá, og að ég á líklega ekki eftir að ná því áður en ég fer, en næstu 3 kvöld verða þó helguð vinum að mestu (í kvöld er það reyndar skattaskýrslan og einhver fleiri skjöl)
Annars er vorið loksins komið til Danmerkur og við Andrés erum að farast úr spenningi að fá loksins að hefja sambúðina :)
knús
:Dagbjört
27 mars 2006
Fer á föstudaginn
10 mars 2006
Emily the Strange
nýjasta uppáhaldið í lífi mínu heitir Emily the Strange og hér er mynd af henni.
hún er byggð á þessari stelpu (sem heitir einmitt líka Emily the Strange og sumir netverjar kannast eitthvað við).
en mín Emily er auðvitað rafmagnsgítar. hér er líka viðtal við hina Emily um gítarinn ;)
annars sumsé Epiphone G 310. Epiphone eru Gibson gítarar framleiddir í Kína. (Gibsonar eru sjúklega flottir)
úff það eru nú farið að vera ansi margt sem ég held svo mikið uppá að ég geti varla verið án:
- tónvinnslulappinn
- Fenderinn (kassagítarinn minn)
- leðurjakkinn
- Emily
- (kannski bráðum ipodinn?)
- Andrés
er kona kannski að breytast í einhvers konar material girl???
smá um Montreal
Við Andrés flugum til London og þaðan beinustu leið til Montreal föstudaginn 24. febrúar
gistum á Marriot hótelinu
laugardagurinn fór í að jafna sig eftir flugið og skoða okkur um í borginni. röltum uppá Mont Royal, fjallið sem borgin heitir eftir
-20°C með vindkælingu
drifum okkur á skíði á sunnudaginn. æðislega léttur snjór og við vorum fljót að finna okkur á parabólísku skíðunum. en klukkan 4 var kominn smá skuggi í brekkurnar og þá var bara orðið allt of kalt, þrátt fyrir margföld lög af fötum.
Súperfrost og vindur.
Ekki venjulegt í Montreal.
virkir dagar fóru svo auðvitað í mikla vinnu hjá mér, og við vorum ennþá á svo evrópskum tíma að það varð ekki mikið meira úr kvöldunum en bara kvöldverður.
þegar komið var fram á fimmtudag var ég ennþá ekkert búin að komast í búðir, og átti að fara heim daginn eftir. vinnan var mikið að reyna að fá mig til að vera lengur, og Andrés var alveg til í aðra helgi, svo það varð úr að við framlengdum.
á föstudagskvöldið kíktum við í búðir, og ég keypti mér ipod-nano og nokkra góða Simons-boli
fórum á skíði á laugardaginn, en þá var orðið heldur betur hlýrra, og snjóaði auk þess blautum snjó allan daginn. Færið varð þess vegna svo þung að eftir aðeins 4 tíma á skíðum var ég orðin alveg búin í fótunum, og meira að segja íþróttahetjan mín varð að viðurkenna að þetta tók á í hnjánum.
svo var loksins afslöppun á sunnudaginn, kíktum í artí-hverfið og keypum hana Emily mína (sjá næsta blogg fyrir ofan).
á mánudagskvöldið var rómó-kvöld og á þriðjudagsmorguninn bakaði ég vöfflu handa Andrési afmælisbarni, eins og lofað hafði verið. upphaflega ætlaði ég sumsé að baka vöfflur hér í Köben, en fyrst við vorum enn í Montreal þá voru það bara morgunverðarvöfflur með sýrópi í staðinn - en ekki án rjóma og jarðarberja.
Andrés þurfti svo að fljúga heim á þriðjudagskvöldið en mér var þrælað út 2 daga í viðbót, og kom til Köben í dag.
Montreal var samt umfram allt annað sannkölluð átveisla! við borðuðum á okkur gat hvað eftir annað, og Andrés greyið þurfti að læra að leyfa!
Við borðuðum:
á Boccachinos - ítalskur(minn uppáhalds) x 3 (eða 4 )
á Entrecote - fransk-kanadískur steikarstaður
á Carlos & pepes - mexíkóskur
á Grískum humarstað
á Mikasa - fengum rómantískt herbergi fyrir okkur og sátum á gólfinu og borðuðum amerískt sushi (sumir bitarnir voru með djúpsteiktu gumsi!)
á Cafe Presto einu sinni í hádeginu
á Cafe Vienna næstum öll hin hádegin (þeir sáu mér fyrir öllum grundvallar næringarefnum í eitt ár)
á æðislega morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, sem býður uppá allt frá hafragraut að vöfflum með sýrópi og frá fersku ávaxtahlaðborði að eggjahræru og beikonu
og svo var okkur auðvitað boðið í mat:
hjá Dössu og Hilmari
hjá Halla og Sigrúnu
það var alveg yndislegt að hitta þau öll aftur :)
takk fyrir okkur ;)
(okkur var líka boðið í tvö partý en skrópuðum í báðum, því við áttum oftast mjög erfitt með að halda okkur vakandi fram yfir klukkan 9 á kvöldin ;)
úff, en allavega mikið borðað
og nú þykist meira að segja Andrés minn vera kominn í átak!
við sjáum til...