14 október 2007

Allt að gerast

já það er lang í frá að vera gúrkutíð í um það bil öllum þeim málaflokkum sem ég hef mestan áhuga á, þ.e. pólitík, tónlist, tónlistarpólitík, bókmenntum, bókmenntapólitík, kvenréttindum, umhverfismálum og umhverfismálapólitík

þökk sé binga, radiohead og nóbelsnefndinni


Lessing fékk nóbelinn
og það er merkilegt fyrir m.a. það að


  • hún er bara 11. konan sem fær hann

  • henni var sagt fyrir áratugum að hún myndi aldrei fá hann (ef marka má heimildir)

  • hún ákvað á tímabili að nota vísindaskáldsögur sem ramma um sögur af manneskjum og skammaðist sín ekkert, á meðan snobbliðið sneri uppá nefið


verð svo að viðurkenna að ég hef ekki lesið eina einustu bók eftir hana, en þær hafa margar verið til heima hjá m&p síðan ég man eftir mér. ég fór auðvitað fyrst að hafa áhuga á svona bókum eftir að ég fæddist í þriðja sinn, og síðan (síðustu 2 og hálft árið) hefur verið sægur af bókum á "verðaðfaraaðlesaþessa" listanum. það er erfitt að vita hvar ég á að byrja, og líka erfitt að vita hvað ég eigi í raun eftir að fíla.

efst á listanum er núna Leif Panduro eins og hann leggur sig, og "Rend mig i traditionerne" liggur við rúmið mitt - en út af úlnliðunum þá hef ég verið í bókabindindi síðust vikur og það er EKKI GAMAN þegar ég eyði fullt af tíma í að "taka því rólega" síðan ég varð ófrísk

Doris Lessing er hér með komin á listann á eftir Panduro, og ég reikna með að byrja með "the fifth child" sem var kominn á listann minn fyrir - storesös vakti forvitni mína á henni fyrir löngu


Bingi
hefur aldrei verið í miklu áliti hjá mér, frekar en aðrir (virkir) framsóknarmenn, en hann óx þó nokkuð þegar ég las bloggið hans Einars K. um að Bingi hefði stungið rýtingi í bakið á Halldóri Ásgríms.
Einar K. skrifar eins og honum finnist bannað að gagnrýna ráðamenn, (eins og Sólveigu Péturs fannst ljótt að gagnrýna dómskerfið þegar hún var dómsmálaráðherra) en það er afstaða sem mér finnst lýðræðinu blátt áfram hættuleg og við vitum öll að tíðkast í fasistaríkjum. honum finnst alveg extra ljótt að gagnrýna Halldór, af því að hann er hættur, en Halldór hætti jú af því að þjóðin hafnaði þeirri stefnu sem flokkurinn hafði tekið undir hans forystu...

Bingi er bara að sýna sanna framsóknartækifærismennsku með að snúa frá óvinsælli stefnu Halldórs og takast á við nýja tíma og strauma í flokknum sínum

ég vona auðvitað ennþá að framsókn þurrkist á endanum út í Reykjavík, og helst hefði ég viljað að Dagur og Svandís hefðu fengið nægilegt umboð til að fá að stjórna án hans...
en þetta er spennandi allt saman, og forvitnilegt að fylgjast með hvernig eigi eftir að ganga. tapið í síðustu kosningum varð til þess að hreinsa út mikið af gömlu liði sem var orðið ansi þreytt og nú fá Dagur og Svandís og félagar að spreyta sig.
hvaða áhrif þetta hefur svo á næstu kosningar.... það á eftir að koma í ljós

mér finnst samt einkennilegt að heyra yfirlýsingar um að félagshyggjan sé komin til að bjarga borginni þegar það er ekki nema rúmt ár síðan hún stjórnaði þar síðast, og þá í 12 ár. vonum að ný forysta eigi eftir að sanna sig :)


ég var hissa
á að Gore fengi nóbelinn, þó að margir hefðu spáð því
kannski fannst mér hann fyrir neðan virðingu nóbelsverðlaunanna, þ.e. hans aðferðir allar, en það er auðvitað rétt að hann hefur náð árangri við að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægt mál
við sem fylgjumst eitthvað örlítið með þessum málum vitum að hann er öfgafullur, ýkir mikið og fær sumt rökhyggjufólk til að hrista höfuðið og trúa ekki, því hann fer illa með heimildir
auk þess er hann amerískur pólitíkus sem notar orð eins og "anti-american" um loftlagsnefndina og var varaforseti Bandaríkjanna þegar ÞEIR SKRIFUÐU EKKI UNDIR KYOTO BÓKUNINA


ég er svo ánægð með framtak RADIOHEAD
að ég held að það eigi skilið blog-færslu út af fyrir sig
kannski seinna í dag eða í vikunni, þegar ég er búin að hlusta meira á "diskinn" ;)

núna þarf ég að fara að hafa mig í að taka upp lag...

:Dagbjört tónlistarpólitískaumhverfislestrardís

Engin ummæli:

Skrifa ummæli