24 október 2007

Nótur og texti


nóturnar að "Du er min ene"
má finna hér

og hér er svo textinn:

Du er min i dag
Du min hjertesag
Du er smuk som solens første smil
Du er hjertets lys
Dine kram og kys
For du er min ene.

Du er lykkens fe
Du er den jeg først vil se
Hver morgen, hver eneste dag
Og i evighed
Har jeg hos dig mit sted
Min verdens bedste ven

Du min kærlighed
Du mig giver fred
Og dit smil gør vores lykke ren
Du er månens skær
du er mig så nær
For du er min ene.

Du er lykkens fe
Du er den jeg først vil se
Hver morgen, hver eneste dag
Og i evighed
Har jeg hos dig mit sted
Min verdens bedste ven

Du er min i dag
Du min hjertesag
Du er smuk som solens første smil
Du er hjertets lys
Dine kram og kys
For du er min ene – du.


:Dagbjört tónlistardís með kút í bumbunni

23 október 2007

Du er min ene

þá er loksins komið inn nýtt lag

það er lagið sem ég samdi fyrir brúðkaupið hjá Mie og Henrik, vinum okkar, og sem ég söng í kirkjunni, 6. okt

ég samdi textann meira að segja að mestu leyti sjálf, en fékk smá hjálp frá móður brúðarinnar sem fyllti útí erindin. viðlags-textann samdi ég alveg sjálf og er frekar montin af ;)

lagið heitir Du er min ene

ég hendi inn nótunum við næsta tækifæri ;)

:Dagbjört söngvaskáld með bumbu

14 október 2007

Allt að gerast

já það er lang í frá að vera gúrkutíð í um það bil öllum þeim málaflokkum sem ég hef mestan áhuga á, þ.e. pólitík, tónlist, tónlistarpólitík, bókmenntum, bókmenntapólitík, kvenréttindum, umhverfismálum og umhverfismálapólitík

þökk sé binga, radiohead og nóbelsnefndinni


Lessing fékk nóbelinn
og það er merkilegt fyrir m.a. það að


  • hún er bara 11. konan sem fær hann

  • henni var sagt fyrir áratugum að hún myndi aldrei fá hann (ef marka má heimildir)

  • hún ákvað á tímabili að nota vísindaskáldsögur sem ramma um sögur af manneskjum og skammaðist sín ekkert, á meðan snobbliðið sneri uppá nefið


verð svo að viðurkenna að ég hef ekki lesið eina einustu bók eftir hana, en þær hafa margar verið til heima hjá m&p síðan ég man eftir mér. ég fór auðvitað fyrst að hafa áhuga á svona bókum eftir að ég fæddist í þriðja sinn, og síðan (síðustu 2 og hálft árið) hefur verið sægur af bókum á "verðaðfaraaðlesaþessa" listanum. það er erfitt að vita hvar ég á að byrja, og líka erfitt að vita hvað ég eigi í raun eftir að fíla.

efst á listanum er núna Leif Panduro eins og hann leggur sig, og "Rend mig i traditionerne" liggur við rúmið mitt - en út af úlnliðunum þá hef ég verið í bókabindindi síðust vikur og það er EKKI GAMAN þegar ég eyði fullt af tíma í að "taka því rólega" síðan ég varð ófrísk

Doris Lessing er hér með komin á listann á eftir Panduro, og ég reikna með að byrja með "the fifth child" sem var kominn á listann minn fyrir - storesös vakti forvitni mína á henni fyrir löngu


Bingi
hefur aldrei verið í miklu áliti hjá mér, frekar en aðrir (virkir) framsóknarmenn, en hann óx þó nokkuð þegar ég las bloggið hans Einars K. um að Bingi hefði stungið rýtingi í bakið á Halldóri Ásgríms.
Einar K. skrifar eins og honum finnist bannað að gagnrýna ráðamenn, (eins og Sólveigu Péturs fannst ljótt að gagnrýna dómskerfið þegar hún var dómsmálaráðherra) en það er afstaða sem mér finnst lýðræðinu blátt áfram hættuleg og við vitum öll að tíðkast í fasistaríkjum. honum finnst alveg extra ljótt að gagnrýna Halldór, af því að hann er hættur, en Halldór hætti jú af því að þjóðin hafnaði þeirri stefnu sem flokkurinn hafði tekið undir hans forystu...

Bingi er bara að sýna sanna framsóknartækifærismennsku með að snúa frá óvinsælli stefnu Halldórs og takast á við nýja tíma og strauma í flokknum sínum

ég vona auðvitað ennþá að framsókn þurrkist á endanum út í Reykjavík, og helst hefði ég viljað að Dagur og Svandís hefðu fengið nægilegt umboð til að fá að stjórna án hans...
en þetta er spennandi allt saman, og forvitnilegt að fylgjast með hvernig eigi eftir að ganga. tapið í síðustu kosningum varð til þess að hreinsa út mikið af gömlu liði sem var orðið ansi þreytt og nú fá Dagur og Svandís og félagar að spreyta sig.
hvaða áhrif þetta hefur svo á næstu kosningar.... það á eftir að koma í ljós

mér finnst samt einkennilegt að heyra yfirlýsingar um að félagshyggjan sé komin til að bjarga borginni þegar það er ekki nema rúmt ár síðan hún stjórnaði þar síðast, og þá í 12 ár. vonum að ný forysta eigi eftir að sanna sig :)


ég var hissa
á að Gore fengi nóbelinn, þó að margir hefðu spáð því
kannski fannst mér hann fyrir neðan virðingu nóbelsverðlaunanna, þ.e. hans aðferðir allar, en það er auðvitað rétt að hann hefur náð árangri við að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægt mál
við sem fylgjumst eitthvað örlítið með þessum málum vitum að hann er öfgafullur, ýkir mikið og fær sumt rökhyggjufólk til að hrista höfuðið og trúa ekki, því hann fer illa með heimildir
auk þess er hann amerískur pólitíkus sem notar orð eins og "anti-american" um loftlagsnefndina og var varaforseti Bandaríkjanna þegar ÞEIR SKRIFUÐU EKKI UNDIR KYOTO BÓKUNINA


ég er svo ánægð með framtak RADIOHEAD
að ég held að það eigi skilið blog-færslu út af fyrir sig
kannski seinna í dag eða í vikunni, þegar ég er búin að hlusta meira á "diskinn" ;)

núna þarf ég að fara að hafa mig í að taka upp lag...

:Dagbjört tónlistarpólitískaumhverfislestrardís

07 október 2007

Tveir góðir

um meðgönguna:

Andrés: þetta gefur hugtakinu "Þitt innra barn" alveg nýja merkingu!

Núrfah (sem er komin 7 mánuði á leið): þetta er 9 mánaða download

og þá er ég búin með rúmlega 40% - ágætis leið til að mæla framvinduna ;)

:D

02 október 2007

ÞRÍTUG!

og það er frekar meiriháttar :D

partýið var frábært, nema hvað ég var með magakveisu daginn áður og um morgunninn og gat ekkert borðað og varla staðið, svo allt í einu klukkan 16 á laugardeginum voru 3 tímar í partý og ekkert búið að þrífa og Andrés, sem var ekki heima daginn áður, kominn á haus í eldhúsinu eins og alltaf þegar von er á gestum!!!
þá mætti konið mitt á staðinn og gerði sér lítið fyrir og reddaði þessu bara fyrir litlu veiku ófrísku mig! heimsins besta besta besta vinkona!!!

svo vorum við hérna 17 manns og allir skemmtu sér svo vel, að við hættum við að fara í þá leiki sem við höfðum skipulagt til að halda uppi stuði, þess þurfti ekki :)
klukkan 12 á miðnætti var ég svo orðin 30 og þá settum við Andrés upp hringana (sem við keyptum í Gull og Silfursmiðjunni Ernu, og það var EINA gullsmiðjan sem við fórum í, enda frábær)
þarmeð erum við merkt hvort öðru, en auðvitað búin að vera trúlofuð í hálft ár :)

svo var skálað í freyðivíni (líka óáfengu)
og opnaðir pakkar :þ

fékk meðal annars dekur og nudd og skartgripi og geisladiska og æðisleg sængurföt
og svo dönsku "vísnabókina" sem inniheldur ÖLL barnalögin MEÐ nótum !
hún er alveg frábær, og það er fullt fullt af lögum í henni sem eru líka til á íslensku, en oft með bara svona oggu ponsu pínulítið öðruvísi laglínu!
t.d.
uppá grænum grænum himinháum hól
fram fram fylking
gekk ég yfir sjó og land
(íslenska útgáfan er lagrænt skemmtilegri)
og margt margt fleira
meirihlutinn af barnalögunum okkar, er til líka á dönsku
nema þau sem eru BARA íslensk (eins og þessi allra bestu)


annars bara fljúga vikurnar framhjá, bumban stækkar (nei það verða líklega engar bumbumyndir), það er nóg að gera í vinnunni, og ég er að fara að syngja í brúðkaupi á laugardaginn, sem verður í fyrsta sinn sem ég syng opinberlega, síðan á 8. stigs tónleikunum. kvíði soldið fyrir því, enda með stanslaust óléttukvef og get lítið æft mig hérna heima, vegna þess hvað veggirnir eru þunnir, og ég hef bara orku á morgnanna...

kannski ég reyni að blogga oftar og stutt í hvert sinn, en það er bara svo sjaldan sem ég næ að fara í tölvuna eftir að ég kem heim, þessa dagana :þ

en allavega, það er frábært að vera þrítug, lífið er frábært, og lífið vex inní bumbunni á mér

takk fyrir öll afmælis sms-in og tölvupóstana, það var frábært að heyra frá ykkur

*knús og kossar*

:Dagbjört bumbudís