05 ágúst 2007

votur lestrarjúlí

(þessi færsla inniheldur EKKI spoilera)

ég var alin upp við að það væri slökkt á sjónvarpinu allan júlímánuð
það var nú auðvitað útaf smá fasisma hjá stjórnvöldum í þá daga, en það er samt alveg fast í mér að það sé mikil synd að kveikja á imbanum þegar sólin skín næstum til miðnættis.

hér er líka bjart á kvöldin, þó júlí hafi verið jafn votur hér í Danaveldi og hann var sólskinsríkur á Íslandi. Trausti veðurfræðingur segir að veðrakerfin hafi áhrif hvort á annað, þannig að þegar þið fáið Háþrýstisvæði þá fáum við Lágþrýstisvæði og öfugt.

en þrátt fyrir votan júlí, þá vildi ég samt ekki kveikja á kassanum og Andrési tókst með herkjum að fá mig til að horfa á dvd kannski einu sinni í viku, og mátti þola mikil mótmæli í hvert sinn greyið. frekar mikil anti-sjónvarpisti og sérstaklega á sumrin, en það vissi hann nú alveg þegar hann hitti mig, og fílar það alveg. pabbi spurði mig um daginn hvort sjónvarpið hjá okkur virkaði, eða hvort það væri bara til skrauts. við keyptum það sko ekki, heldur fengum það gefins frá tengdapabba þegar hann fékk sér flatskjá (nema hvað)

en hver vill líka horfa á lygar í sjónvarpi, þegar maður getur lesið ???
í fyrirHPspenningnum fyrr í mánuðinum tætti ég í gegnum alls konar bækur, en það sem kom mér mest á óvart var að ég er allt í einu komin með áhuga á þroskasögubókum eins og t.d. Catcher in the Rye (sem mér fannst frekar leiðinleg fyrir 10 árum) og Leif Panduro bókum og fleiru. ég hef allt í einu áhuga á allt öðruvísi sögum en áður, og hef miklu minni þolinmæði fyrir hvers konar "tilgangslausri" froðu. er samt ekki komin í tilfinningaklámið, og efast um að það verði nokkurn tímann.

svo kom HP 7, og við keyptum okkur sitt hvort eintakið, sátum allan laugardaginn og hálfan sunnudaginn og lásum í kapp, en með sama hraða, svo það var meira spurning um hvort okkar fórnaði sér í að taka til mat, og hvort fór oftar á klósettið. að lokum varð þó úr að Andrés fékk að vera 2 - 5 blaðsíðum á undan mér, því ég snökkti alltaf upphátt þegar einhver dó, sem skemmdi fyrir honum, ef ég var á undan.

(smá rýni, en ENGINN spoiler)

bókin stóð fyllilega undir væntingum, og alveg hreint ótrúlegt hvað hún JKR var búin plana þetta allt frá upphafi, og hvað síðasta bókin bergmálaði þá fyrstu bæði vel og fallega. í heildina frábær bókaflokkur, ótrúlegt skipulagsafrek og sköpunarverk sem heimur og saga með mjög mikilvægan og góðan boðskap. hún er kannski ekki meistari á enska tungu eins og Tolkien, en hefur samt skemmtilegan og lifandi frásagnamáta sem nær greinilega betur til barna en flest annað. og það er það sem skiptir mestu máli.

eini gallinn er að ég er ekki enn búin að finna mér næstu bók til að lesa...

2 ummæli:

  1. Vá hvað ég er sammála þér krúttið mitt.

    SvaraEyða
  2. Mæli með þessari: His Majesty's Dragon eftir Naomi Novik

    :)

    SvaraEyða