21 júní 2007

stelst til að skrifa smá

hún er þrálát, þessi sinaskeiðabólga

er núna með spelkur, gleypi bólgueyðandi og fæ rafstraums og hljóðbylgjumeðferð hjá sjúkraþjálfa.

svo ég hef ekki mikið getað bloggað

er annars byrjuð í nýrri vinnu, sem er frekar spennó, og alveg hrikalega krefjandi núna fyrstu vikurnar :p

geri samt lítið sem ekkert þar fyrir utan, minn ástkæri býr til mat, vaskar upp, hengir upp og brýtur saman þvott og þrífur húsið. svo þvær hann mér um hárið og greiðir það stundum líka

nú er komin dagsetning fyrir undirskrift stóra samningsins
þ.e. þegar ég skrifa undir að deila öllu sem ég á og eignast með betri helmingnum mínum og að við verðum framvegis nánasta fjölskylda hvors annars

það á að gerast 19. júlí 2008 og væntanlega á Þingvöllum. athöfnin í kringum undirskriftina verður að heiðnum sið, og ég þarf að fara að koma mér í gang við að semja tónlist...

ég set þetta svona fram vegna þess að mér finnst allt brúðkaupstal á netinu og í samfélaginu snúast um athafnirnar og umbúðirnar en ekki innihaldið, þ.e. þennan ótrúlega mikilvæga samning við stofnun fjölskyldu (sem maður getur lent í miklum vandræðum án)

mér finnst þetta í rauninni ótrúlega einfalt, og get ekki annað en haft á tilfinningunni að þeir sem vilja ekki gifta sig, en vilja samt eignast börn, séu einfaldilega ekki nógu ástfangnir. annars væri varla neitt mál að veita ástinni sinni það veraldlega öryggi sem felst í því að skreppa niðrí ráðhús og skrifa undir samninginn.

ekki misskilja, það er skárra að sleppa því en að skrifa undir með hangandi hendi, en þá er bara málið að hætta þessu rugli og hætta saman.

en það er auðvitað auðvelt þegar maður er ástfanginn að þykjast vera að gera allt rétt ;)

3 ummæli:

  1. Hæhæ
    Mér finnst miklu stærra skref og stærri ákvörðun að eignast barn saman en að gifta sig..... en það er bara ég !!!!
    En hlakka til að mæta í brilluppið á næsta ári jibbý !!!!
    En hvenær komiði til landsins ????

    SvaraEyða
  2. nei, vá
    ég er alveg sammála
    barneignir eru miklu stærri ákvörðun

    ég kem til Íslands 24. ágúst, Andrés 27. ágúst

    hlakka mikið til

    :D

    SvaraEyða