jibbí ég var að panta miða til Vínarborgar að heimsækja tvær af mínum uppáhalds söngdívum, Dóru og Rannveigu sem einmitt leigja þar saman og eru í söngnámi :D
fer eftir rúmar 2 vikur :p
ég var næstum búin að kaupa miða heim til Íslands en m&p eru upptekin allan febrúar. svo er líka ódýrara og styttra að fara til Vínar og ég sakna stelpnanna alveg helling.
það verður mikið kjaftað og haft mjög hátt :D
annars fer vonandi að færast smá hiti í atvinnuleitina, þar sem ég er búin að útvega mér skínandi skrifleg meðmæli.
slysó hringdi á mánudaginn til að láta vita að yfirlæknirinn hefði farið yfir röntgenmyndirnar af puttanum og komist að því að hann er meira brotin. hann á því að vera teipaður við baugfingur allar 3 vikurnar sem hann er að gróa. ég er fegin því, því spelkan sem ég var komin með var mjög óþægileg og sársaukafull á stundum og ég bara fann á mér að það væri ekki nógu gott að vera með hana.
svona líður mér miklu betur, en nú hef ég bara 2 fingur á vinstri hendi til að nota á lyklaborðinu, svo ég geri mikið af innsláttarvillum. langatöng er í 300% starfi greyið. hún verður bara að venjast því.
við erum annars alltaf að verða hjónalegri hjónaleysin. nú er Andrés komin með gleraugu í fyrsta skipti á ævinni, og eftir mjög sársaukafulla leit (kærastan er mjög erfið við að velja gleraugu) þá fannst rétta umgjörðin sem er auðvitað dökkbrún og einföld og létt frá Hugo Boss (mín umgjörð er líka brún og einföld- þetta er liturinn sem fer okkar litarhætti best og smellur við andlitið). ég skoðaði helling handa sjálfri mér líka, enda mín gleraugu orðin 8 ára og töluvert slitin, en þau gleraugu sem eru í tísku núna eru skelfileg. þykkar litsterkar ýktar umgjarðir. fínar sem tískuvara á einhverju módeli, en ekki á andlitinu á mér á hverjum virkum degi. ég vil að það sjáist í andlitið, takk fyrir. grrrrrrr
svo göngum við oft í eins grænum buxum...
jæja, best að fara að gera eitthvað að viti
fallega fallega fallega Essex píanóið mitt kallar á mína einu og hálfu hendi
það er æðislegt að eiga svona aðlaðandi píanó, meira að segja Andrés langar að læra núna :p
*knús* á alla
:Dagbjört dís
08 febrúar 2007
Vín, Wien
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli