13 febrúar 2007

ilmurinn

ólíkt Grenouille hef ég alltaf haft frekar lélegt lyktarskyn. það hefur svosem nokkra ágæta kosti, svo sem að geta unnið í fjósi án þess að finna fyrir neinu, en mér finnst frekar leiðinlegt að missa af lyktarminninu sem flestir hafa, t.d. gagnvart sínum nánustu.

ég hef alltaf verið hrædd um að þetta gæti leitt til þess að ég sjálf lyktaði illa án þess að vita það, og þess vegna verið extra passasöm með að baða mig og þvo fötin mín. hins vegar komst ég aldrei upp á lag með að nota ilmvötn. kannski var það bara vegna þess að ég kunni engan veginn að velja mér ilmvötn og þau sem ég fékk gefins pössuðu mér ekki (fyrir utan eitt sem ilmaði af sólskini og appelsínum og ég notaði á hverjum degi um 17 ára aldurinn þangað til það kláraðist).

Svo í nóvember 2004 vorum við söngskólapíurnar með kórnum í New York og eins og hver annar ungkvennahópur eyddum við ca. hálfum degi inni í Victoria's Secret. Þar keypti ég sérstaka gjafaöskju sem var bara til fyrir jólin (jólavertíðin þar vestra hefst 1. nóv) sem innihélt 6 mismunandi ilmandi bodyspray í litlum brúsum. Þetta var einmitt það sem ég þurfti, þ.e. tækifæri til að prófa ilmina á sjálfri mér, hvern fyrir sig. Og ég var sko ekki lengi að finna mitt uppáhald: Jasmin, ástríðuávöxtur og mangó blandað saman í ilminn sem Victoria's Secret Garden kallar "Forbidden Fantasy". mmmmmm

Síðan hef ég fengið vesturfara til að kaupa þennan ilm fyrir mig eða einfaldlega pantað yfir netið, þannig að ég eigi alltaf nokkra brúsa.

Fyrir akkúrat 18 mánuðum í gærkvöldi var ég líka vel og vandlega úðuð með honum, þegar ungur maður sem finnst fátt jafn gott og mangó bar mig augum og nösum í fyrsta sinn. Ef konur eiga að ilma eins og matur, þá valdi ég amk. hárrétta ávöxtinn handa Andrési ;)

Og svo í dag þegar við erum búin að vera saman í 18 mánuði (eitt og hálft ár), þá hringdi hann í mig klukkan 9 í morgun og spurði hvort ég væri á leiðinni í bað? og svo bað hann mig um að kíkja inní skáp. Þar var hvorki meira né minna en PAKKI !!! handa mér !!!

og inní pakkanum var Body Shop gjafaaskja með ástríðuávaxtarilmandi sápum og kremi og alls konar. mmmmmmm. og við sem eigum enga sturtu og erum alltaf í baði og oftast saman og Andrés sem þvær á mér hárið núna þegar ég er puttabrotin. sérstaklega í því ljósi, var þetta alveg extra extra rómó og sætt og mér hefði líka bara aldrei dottið í hug að ég fengi pakka á eins og hálfsárs deginum okkar.

og í kvöld þegar Andrés kemur heim af körfuboltaæfingu (sem ég ætti að vera á), þá ætlum við að gæða okkur á Sushi hér heima og hafa það kósí :p
kannski ég reyni að gera soldið fínt hérna heima. hvernig ætli sé að ryksuga puttabrotin? ég ætla svo að bæta mér upp að geta ekki spilað körfu með því að hjóla alla leið á uppáhalds Sushi staðinn okkar á Nørregade til að sækja matinn og fá þannig smá hreyfingu :p

18 mánuðir
þar af 10 í sambúð
ekki slæmt ha?

*knús og kossar*

:Dagbjört dísulísuilmvatnsskvísa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli