við Andrés vorum 2 ein saman á aðfangadagskvöld
það var það sem okkur langaði mest, en það var svo fyndið að fullt af fólki vorkenndi okkur voða mikið :þ
ég var í fríi vikuna fyrir jól, og það fór hrikalega mikill tími í að versla jólagjafir og jólaföt. samt vorum við búin að öllu, þmt. öllum þrifum og skreytingum klukkan 21 á Þorláksmessukvöld. það fannst mér reyndar aðeins of snemmt, ég hefði viljað halda áfram til svona 24 ;) sauð bara hangikjötið og dundaði mér við einhverja músastiga, en það vantaði alveg stemninguna sem er heima á Þorláknum.
Aðfangadagur var hins vegar fullkominn. við skruppum í pakkaleiðangur til storebror, spiluðum Matador, fórum í langt langt langt bað, og ég fékk fullt af tíma til að gera mig sæta fyrir kvöldið. maturinn var tilbúinn á slaginu 18, án þess af við höfum ætlað okkur það. við borðuðum rækjufyllt avokado í forrétt, og heimsins bestu grilluðu nautalundir (já grillaðar úti!), sem bráðna uppí manni og eru svo rauðar að þær baula næstum ennþá í aðalrétt. klukkan rétt fyri 19 setti ég á rás 1 í beinni og hlustaði á þegar jólin voru hringd inn heima. Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík, gleðileg jól!
við höfðum ekki pláss fyrir ísinn fyrr en seinna um kvöldið en hann var auðvitað heimatilbúinn - ég bjó til heila 10 lítra af ís, 3 mismunandi tegundir.
við vorum ekki með alvöru jólatré, aðallega vegna þess að við áttum svo lítið skraut og enga seríu og hér er ekkert svona Blómaval til að kaupa allt svoleiðis. í staðinn var litla sæta ljósleiðarajólatréð mitt í glugganum með litlum rauðum kúlum og jólasveinastelpu og strák á toppnum. og það skraut sem við áttum á víð og dreyf um íbúðina, en mest í stofunni. við stöfluðum öllum pökkunum á sófaborðið okkar, og það var sko alveg fullt, því fólk var svo duglegt að pakka öllu inn í marga litla mismunandi pakka. við fengum margar alveg æðislegar gjafir, eins og bækur og lopapeysu og sokka og inniskó og húfu og vettlinga og sokka og handmálaðan dúk og sequence og bolla og sokka og geisladiska og tösku og dagbók og sokka, en hápunkturinn var þegar Andrés opnaði síðasta pakkann sinn sem var stafræn myndavél frá mér, mömmu hans og m&p. hann var búið að langa í svoleiðis í mörg ár, en grunaði samt ekki neitt, og hann fer ennþá með hana hvert sem hann fer, líka í skólann :þ
svo tókum við upp jólakortin og það var meiriháttar, því ég fékk svo mörg og varð svo glöð að fólk skyldi muna eftir mér hérna í útlegðinni :D
svo var hringt heim, borðaður ís, spilað sequence og lokst skriðið í bólið með góðar bækur :)
yndislegt kvöld, og við vorum skælbrosandi og sæl allt kvöldið.
það sem eftir var af jólunum vorum við með fullt af fólki næstum alla dagana.
takk takk takk fyrir jólakortin og pakkana
*knús og kossar*
:Dagbjört litla
11 janúar 2007
tvö ein á aðfangadagskvöld
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hljómar sem uppskrift að yndislegum jólum.
SvaraEyða