15 desember 2006

Woxit

Hann Maggi vinur minn og nokkrir félagar hans hafa eytt öllum sínum frítíma undanfarið í að skrifa nokkuð sniðuga bókamerkjaþjónustu.
Þjónustuna kalla þeir woxit, en hún virkar þannig að maður gætur bætt við og skoðað bókamerkin sín í hvaða tölvu sem er, hvar sem er í heiminum.

Ef þú, til dæmis, sér einhverja sniðuga síðu í vinnunni, sem þú vilt skoða þegar þú kemur heim, þá smellirðu bara á voxit hnappinn á vafranum þínum (sem þú setur upp þegar þú færð þér woxit), og síðan bætist inn í bókamerkin þín. Svo þegar kemur heim opnarðu woxit og smellir á bókamerkið.

Woxit les líka öll bókamerkin sem þú átt fyrir í vafranum þínum og bætir þeim inn.

Svo er þetta auðvitað bæði á íslensku og ensku, og styður Firefox jafnt sem IE vafra.

Endilega kíkið á þetta á www.woxit.is

1 ummæli:

  1. ég er bara busy í að taka gamlar Oz hugmyndir og gera að veruleika :-p

    SvaraEyða