kæru allir!
vegna veikinda verður ekkert jólalag tekið upp þetta árið. þessi helgi var sú eina sem var aflögu, og það var annað hvort að taka upp jólalag eða kaupa jólagjafir. ég gat eiginlega ekki sleppt því síðarnefnda.
eftir að hafa legið í flensu í viku þar sem ég gat hvorki keypt jólagjafir né unnið, þá hrannaðist upp vinna og það varð enn erfiðara að komast frá í miðri viku til að skreppa í búðir. við vorum svo í 6 tíma niðrí bæ í gær og eftir það er ég aftur orðin kvefuð !!!
það er einfaldlega ekki tími og ég get ekki "búið til tíma" eins og ég er vön, því ég er með Stubb Andrésson í bumbunni og þarf að hvílast svo ég verði ekki aftur veik og má ekki vera stressuð og svo framvegis og svo framvegis.
var annars búin að semja lag og búin með 30% af texta. upptökuvinnan er bara svo svakalega mikil og ég flýg til Íslands eftir 5 daga.
svekk svekk :(
vonandi fyrirgefið þið mér þetta
við sjáum svo til hvernig farmhaldið verður á jólalagaframleiðslunni þegar ég er orðin mamma :þ
*knús og kossar*
:Dagbjört bumbudís
09 desember 2007
ekkert jólalag þetta árið
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
óvell - maður verður bara að setja hin lögin í spilarann og ímynda sér hvernig 2007 lagið hefði orðið :0)
SvaraEyðaEr ekki óhætt annars að senda þér jólakort heim til foreldra þinna?
knús og kossar sæta, og farðu vel með þig,
Hófí
Þér er fyrirgefið hlakka bara til að sjá þig þegar þú kemur heim sæta. Vantar hvaða heimilisfang jólakortið á að fara á.
SvaraEyða