28 nóvember 2007

ekki of mikið blátt takk

jæja, hangi lasin heima og hef þá loksins tíma til að blogga smá
hef ekki verið svona lasin síðan ég flutti til Danmerkur, svei mér þá!
kvef, hálsbólga og ljótur hósti

ljósmóðirin skipaði mér að synda tvisvar í viku, og svo hef ég verið í pílates líka, svo það er stíft prógram eftir vinnu og oft erum við fyrst komin heim um 8 leytið, frekar þreytt bæði tvö og í því ásigkomulagi bloggar maður nú ekki mikið af viti.


en að pælingu dagsins:

blá föt á litla drengi
áður en við fengum að vita kynið ræddum við mikið um hvernig við gætum komið í veg fyrir að fá alltof mikið bleikt ef þetta væri nú stelpa.
en eftir að hafa skoðað ungbarnaföt á stráka hef ég komist að þeirri niðurstöðu að blái liturinn á stráka er bara ekkert skárri !!!
það er alveg jafn slæmt og væmið að klæða stráka bara í blátt og að klæða stelpur bara í bleikt.
ekki að blátt geti ekki verið sætt, með öðrum litum, en vá hvað sumir foreldrar kaffæra litlu drengina sína í bláu!!!

og það eru einmitt til svo margir fallegir litir á litla drengi:

  • grænn

  • appelsínugulur

  • brúnn (líka fallegur með bláu)

  • hvítur

  • gulur

  • rauður (sem mér skilst að sé næstum ómögulegt að fá á drengi)



svo erum við voða hrifin af dýra og risaeðlumynstri enda sonur líffræðinörds á leiðinni :þ

ég er annars búin að fá fullt af barnafötum frá storesös, svo það er varla að mig vanti neitt, sérstaklega ekki í minnstu stærðunum.
ég ætla kannski að sauma einn bangasagalla úr rauðbrúnu flísefni sem ég keypti einu sinni í íkornabúning en notaði ekki...
kannski það verði heimkomugallinn hans.

er frekar svekkt að geta ekki prjónað neitt, en vegna sinaskeiðabólgu kemur það ekki til greina
mér finnst fátt eins sætt og prjónadót á svona lítil kríli


og þar kom fyrsta mömmubloggið
en þetta eru svona smá pólitískar pælingar líka

annars erum við Erna að taka upp aftur jólalagið frá í fyrra og svo er ég að reyna að hnoða saman texta fyrir jólalagið í ár, en það stendur til að við Andrés syngjum það saman.

hvenær maður á að hafa tíma í þetta allt er svo annað mál, því allt þarf að vera búið 14. des, því þá flýg ég heim til Íslands :D

knús og kossar

:Dagbjörtin með Andrésson í bumbunni

Engin ummæli:

Skrifa ummæli