Einn góðan veðurdag ákvað Guillermo del Toro að búa til mynd bara handa mér. Hann bretti upp ermarnar, sagði: "jæja, nú ætla ég að búa til mynd handa henni Dagbjörtu" og svo bjó hann til El Laberinto del fauno eða Pan's Labyrinth sem gæti útlagst á íslensku sem Völundarhús fánsins.
Hún er bara æðisleg.
Tónlistin, myndatakan, leikurinn, brellurnar, ímyndunaraflið, fegurðin, hryllingurinn, ævintýrið...
og þessi fallega saga
mér leið eins og ég væri fullorðin að upplifa Bróður minn Ljónshjarta í fyrsta skiptið en með kvenkyns hetjum
mér leið eins og ég væri lítil stelpa á töfraskóm
ég grét yfir fegurðinni og tók andköf yfir hryllingnum
ég er ennþá að hugsa um hana
og ég er búin að pikka upp vögguvísuna
við sem eigum ævintýrið, við eigum alltaf lítinn glugga til að komast út um - eða krít...
09 apríl 2007
Besta myndin
fjallar um:
kvikmyndir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)