04 september 2007

kríli á leiðinni





jæja, þá er það orðið opinbert, hvað hefur átt hug minn svo til allan síðustu 3 mánuðina og gert mig að ákaflega lötum bloggara.

ég er sumsé ófrísk, og komin 12 vikur á leið, og við Andrés erum frekar hátt uppi í skýjunum eftir að hafa fengið að sjá litla krílið í fyrsta sinn í sónar í dag.

það er 5,7 cm frá höfði að hala :D

nú ætla ég ekki að verða ein af þessum bloggaramömmum sem halda að allur heimurinn hafi jafn svakalega mikinn áhuga á börnunum hennar og hún, svo það verður bara að koma í ljós hversu dugleg ég verð að blogga um annað...

ferðin til Íslands var annars alveg frábær, fyrir utan að vera allt of stutt, og við náðum alls ekki eins miklu, né að hitta eins marga og við hefðum kosið - og nú þegar storesös er flutt heim frá Norge var heldur betur erfitt að skipta sér upp. strákarnir hennar skildu líka ekki alveg af hverju ég gisti ekki hjá þeim ;)

ég hélt aldrei að það gæti komið mér á óvart hvað útsýnið er æðislegt, loftið ferskt og vatnið gott... en það gerði það samt

ég fékk nefnilega allt í einu lyktarskyn á meðgöngunni, og ég verð að viðurkenna að það er frekar ógeðsleg lykt af Kaupmannahöfn á sumrin...

það var því frískandi að koma heim í rigningu og rok sem blæs öllum ógeðslega bílaútblæstrinum langt á haf út :)

en bara svona svo að enginn gleymi því:

!!! ég verð 30 ára á sunnudaginn !!!

:Dagbjört litla næstum þrítuga bumbudís